Ívar Ragnarsson sigurvegari í loftskambyssu

Jón Þór Sigurðsson, Ívar Ragnarsson og Jórunn Harðardóttir.
Jón Þór Sigurðsson, Ívar Ragnarsson og Jórunn Harðardóttir.

Keppni í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum fór fram í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni í dag. Keppendur skutu 60 skotum og höfðu til þess 75 mínútur.

Siguvegari varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 562 stig, í öðru sæti einnig úr Kópavogi varð Jón Þór Sigurðsson með 540 stig og í þriðja sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 531 stig.

Keppni í loftriffli fer svo fram í fyrramálið á sama stað í Egilshöllinni.

Ívar Ragnarsson myndar byssuna.
Ívar Ragnarsson myndar byssuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert