Vann í fjórða skipti og ætlar á Ólympíuleika

Frá keppninni í dag.
Frá keppninni í dag. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Keppt var í skylmingum á Reykjavíkurleikunum í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal í dag. Alls tóku 25 keppendur þátt.

Í úrslitaleik í karlaflokki hafði Andri Nikolaysson Mateev betur gegn Emil Ísleifi Sumarliðasyni, 15:11. Er þetta í fjórða skipti sem Andri vinnur mótið.

Hann hefur verið í ólympíuhópi Christian Bauer í Frakklandi en Bauer hefur fagnað fimm ólympíugullum sem þjálfari. Markmið Andra er að fara á Ólympíuleikana í París árið 2024.

Í kvennaflokki vann Giedré Razguté frá Litháen sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert