Norðurlandakeppni í dansi á RIG á laugardaginn

Frá danskeppni Reykjavíkurleikanna á síðasta ári.
Frá danskeppni Reykjavíkurleikanna á síðasta ári. Ljósmynd/Örvar Möller

Næstkomandi laugardag mun danskeppni Reykjavíkurleikanna fara fram í endurbættri Laugardalshöll. Keppendur koma frá Norðurlöndunum til að etja kappi við sterkustu dansara Íslands.

Keppni hefst um 9 um morguninn með barnadönsum og enda í sterkum og flottum keppnisdönsurum en um kvöldið er boðið upp á glæsilega liðakeppni.

Danmörk vann liðakeppnina á RIG í fyrra en nú verður spurning hvort Ísland nái að endurheimta efsta sætið. Þau Malthe Brinch og Sandra Sörensen unnu í latíndönsum í fyrra en þau voru í 7. sæti á Heimsleikunum síðastliðið sumar. Þau munu vera með þeim Dimitri Kolobov og Signe Busk í liði, en þau eru í 4. sæti á alþjóðlega heimslistanum í Ballroom.

Hér að neðan má sjá liðin.

Svíþjóð

Latín: Per Almberg og Emese Bengtsberg

Ballroom: Sasha Pagor og Kathrina North

Danmörk

Latín: Malthe Brinch Rohde og Sandra Sörensen

Ballroom: Signe Busk og Dimitri Kolobov

Noregur

Latin: Sverre Fjellstad og Ronja Östevik

Ballroom: Jonas A. Pettersen og Kristy Puusep

Finnland

Latin: Leo Pusa og  Inka Hakomäki

Ballroom: Miikka Ahonen og Tuuli Tolvanen

Ísland

Íslenska liðið ræðst fyrr um daginn í keppninni, en efstu pörin í latin og ballroom frá Íslandi vinna sér inn sæti í landsliði Íslands sem keppir um kvöldið og því mjög spennandi að horfa á keppnina um daginn.

Liðakeppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV kl 20.10 laugardaginn 4. febrúar nk. Hægt er að kaupa miða á viðburðinn hér

mbl.is