Niðurstaða FME lá ekki fyrir

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Íris Björk Hreinsdóttir, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, segir að ekki hafi verið komin niðurstaða í máli Kaupþings og NIBC, það er hvort eftirlitið heimilaði kaupin.

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í dag hefur Kaupþing hætt við kaupin á hollenska bankanum NIBC.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagði við mbl.is, að viðræður um að slíta kaupsamningnum hafi staðið yfir í nokkrar vikur og að bankinn hafi upplýst Fjármálaeftirlitið um þær viðræður.

Að sögn Írisar tjáir Fjármálaeftirlitið sig almennt ekki um samskipti sín við þá aðila sem eru til skoðunar við fjölmiðla og það gildi í þessu máli sem öðrum. Hún staðfestir hins vegar að Fjármálaeftirlitið hafi verið upplýst í þessu máli enda sé það hluti af starfi eftirlitsins að leita eftir upplýsingum hjá aðilum mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK