Verðbólga í 2,5 prósent 2010

Svein Harald Øygard á ársfundi Seðlabankans.
Svein Harald Øygard á ársfundi Seðlabankans. mbl.is/Ómar

Seðlabanki Íslands stefnir að því að ná verðbólgumarkmiði sínu, 2,5 prósentum, í upphafi árs 2010. Þetta kom fram í framsögu Svein Harald Øygard seðlabankastjóra á ársfundi bankans sem nú stendur yfir.

Øygard sagði, að bankinn stæði nú andspænis stórum hópi fjárfesta sem vilji selja fjármálaafurðir í íslenskum krónum. Gjaldeyrishöft hafi því verið í gildi frá 28. nóvember og verið hert í lok mars. Seðlabankinn sé nú að herða enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé að settum reglum og koma á fót nýrri eftirlitseiningu. Verið sé að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt  að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti, á svipaðan hátt og reglur Evrópusambandsins um peningaþvætti kveða á um. 

Í máli Øygard kom einnig fram að það sé skoðun Seðlabankann að sameina eigi hann við Fjármálaeftirlitið (FME).

Ræða seðlabankastjóra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir