Sund tekið til gjaldþrotaskipta

Arion banki krafist gjaldþrotsins.
Arion banki krafist gjaldþrotsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Icecapital, sem áður hét eignarhaldsfélagið Sund, hefur verið úrskurðað gjaldþrota að kröfu Arion banka. Um er að ræða milljarða gjaldþrot.

Ágreiningur var milli Arion banka og Icecapital um uppgjör lána. Icecapital tapaði málinu fyrir dómstólum og í kjölfarið fór bankinn fram á gjaldþrot.

Sund átti við hrun hlutabréf í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Við fall þeirra urðu hlutabréfin verðlaus. Á bak við bréfin voru lán sem námu tugum milljarða. Kröfuhafar hafa ekki skilað inn kröfum og því liggur ekki fyrir hverjar heildarkröfurnar verða. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2009 skuldaði Icecapital í árslok 2009 um 30 milljörðum króna.

Frestur til að skila inn kröfum rennur út um miðjan maí og skiptafundur verður haldinn 31. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK