Hönnunarverslunin Kraum gjaldþrota

Úr verslun Kraums í Bankastræti.
Úr verslun Kraums í Bankastræti. mbl.is/Ófeigur

Hönnunarverslunin Kraum sem hefur verið til húsa í kjall­ara­hús­næði í Banka­stræti hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta.  

Kraum var komið á fót árið 2007 og var með starfsemi í Aðalstræti 10 í Reykjavík. Margir íslenskir hönnuðir áttu vörur í versluninni, allt frá litlum skrautmunum og gjafavöru til hátískufatnaðar. Þá var mikið úrval af vörum frá Norðurlöndunum. 

Minja­vernd sagði upp leigu­samn­ingi við Kraum vegna húss­ins í Aðalstræti 10 í Reykja­vík árið 2016 og flutti verslunin þá í Bankastræti. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK