Tómas hættur hjá WOW – Skúli tekur við

Ljósmynd/Aðsend

Tómas Ingason hefur hætt störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air. Tómas tók við starfinu í ársbyrjun en hefur nú sagt upp. Vefsíðan Túristi greinir frá og fær staðfest frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins.

Tómas starfaði áður hjá WOW um nokkurra mánaða skeið árið 2014 en var þá sagt upp störfum. Spurð hver taki við starfi Tómasar segir Svanhvít að stjórn sölu- og markaðsmála verði nú á könnu forstjórans, Skúla Mogensen.

Tómas er iðnaðarverkfræððingur að mennt en lauk meistaraprófi í vörustjórnun frá Tækniháskólanum í Massachusetts. Hann fór fyrir tekjustýringu hjá Icelandair frá 2006 til 2010. Þá hefur hann unnið hjá Arion banka.

Tómas Ingason.
Tómas Ingason. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir