Kyrrsetning varir lengur en talið var

Boeing 737-MAX þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Boeing 737-MAX þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli.

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eina tímasetningin sem liggur fyrir er að þær fara ekki í loftið fyrr en það er orðið óhætt, segir yfirmaður bandarísku flugmálastofnunarinnar. Tilkynnt var um þetta í gær og sendi Icelandair meðal annars frá sér tilkynningu til kauphallarinnar í kjölfarið, upp úr klukkan 20. 

„Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína fram til 15. september nk. þar sem útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað.

Eins og fram hefur komið hefur félagið nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi  samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar.

Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega.

Við þessar breytingar dregst sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september saman um 5% frá því sem áður var áætlað. Eftir breytinguna er framboðsaukning milli ára á þessu tímabili samt sem áður 10%. Félagið leggur nú megináherslu á fjölgun farþega á mörkuðunum til og frá Íslandi og eiga rúmlega 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní – ágúst en á sama tíma í fyrra.

Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar eru óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda,“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK