Kristján kjörinn framkvæmdastjóri EFFAT

Kristján Bragason var kosinn framkvæmdastjóri EFFAT.
Kristján Bragason var kosinn framkvæmdastjóri EFFAT.

Kristján Bragason var kosinn framkvæmdastjóri EFFAT (European Federation of Food, Agcricultue and Tourism Trade Unions) á þingi samtakanna í gær.

EFFAT eru samtök launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði í Evrópu og hefur innan sinna vébanda 1,2 milljónir félagsmanna, að því er segir í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu.

„Framkvæmdastjórinn er er kosinn í beinni kosningu af þingfulltrúum. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur í Starfsgreinasambandinu að Kristján Bragason, sem nú starfar sem framkvæmdastjóri Nordisk Union (NU-HRCT) og var framkvæmdastjóri SGS í fimm ár, var kosinn einróma í þetta mikilvæga starf. Hér er trúlega um eitt æðsta embætti [að ræða] sem Íslendingur hefur verið  kosinn til að gegna innan alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar. Kristján er fulltrúi SGS á þinginu og er sambandið afar stolt af því og því trausti sem félaga okkar er sýnt af okkar evrópsku félögum.

Megináherslur þingsins að þessu sinni snúa að starfsumhverfi og launakjörum hótelstarfsmanna og að allir eigi að njóta sömu réttinda á vinnumarkaði,“ segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK