Mikill hagnaður Rio Tinto, en áhrif af Straumsvík sögð neikvæð

Rio Tinto telur ekki hægt að selja álverið í Straumsvík …
Rio Tinto telur ekki hægt að selja álverið í Straumsvík en til athugunar er að hætta starfseminni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Rio Tinto, sem meðal annars á álverið í Straumsvík, nam 10,4 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári. Fyrirtækið stefnir að því að verða kolefnishlutlaust árið 2050.

Stefnt er að því að draga úr kolefnislosun þess um 15% fyrir 2030. Þetta á við um eigin starfsemi Rio Tinto. Setja á um einn milljarð Bandaríkjadala í verkefni tengd loftslagsmálum næstu fimm árin. Meðal annars verði reynt að draga úr vatnssóun, virkja sólar- og vindorku frekar og draga úr mengun frá álframleiðslu Rio Tinto. 

Í afkomutilkynningu Rio Tinto er fjallað um stöðu Ísal og erfiða stöðu áliðnaðarins á alþjóðlegum mörkuðum vegna lítils hagnaðar innan greinarinnar. Áfram verði unnið að því að reyna að gera álverksmiðjur félagsins arðbærari meðal annars með viðræðum um raforkuverði á Íslandi og Eyjaálfu. Vísað er til tilkynningar félagsins frá 12. febrúar en þar kom fram að Rio Tinto hyggst hefja sér­staka end­ur­skoðun á starf­semi ál­vers­ins í Straums­vík (ISAL) til að meta rekstr­ar­hæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta sam­keppn­is­stöðu þess.

Neikvæð áhrif álversins í Straumsvík og Kitimat álversins í Kanada á rekstur Rio Tinto nam 68 milljónum Bandaríkjadala, sem svarar til 8,8 milljarða króna.

Vísað er til sölu á Isal til Norsk Hydro en hætt var við kaupin vegna ytri aðstæðna. Eft­ir það sölu­ferli hafi fé­lagið aft­ur verið sett í sölu­ferli, en ekki hafi orðið sala úr því. Um mitt síðasta ár var álverið ekki lengur metið sem söluhæf vara hjá Rio Tinto. 

Tilkynning Rio Tinto

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK