88% telja að fyrirtækið sitt hafi það af

Íslenskir verslunarmenn í Félagi atvinnurekenda eru bjartsýnir um framtíð fyrirtækja …
Íslenskir verslunarmenn í Félagi atvinnurekenda eru bjartsýnir um framtíð fyrirtækja sinna en þeir virðast flestir á einu máli um að sveitarfélögin hafi ekki komið nægilega til móts við þá, á meðan þeir eru ánægðir með ríkisvaldið í því tilliti. Ljósmynd/Aðsend

Félag atvinnurekenda, sem gætir hagsmuna 180 smárra sem stórra fyrirtækja í inn- og útflutningi og heild- og smásölu, segir félagsmenn sína mun ánægðari með aðgerðir ríkisins til stuðnings fyrirtækjum vegna kórónuveirunnar en aðgerðir sveitarfélaganna í sama skyni.

64% spurðra í könnun meðal félagsmanna voru mjög ánægðir eða ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnarinnar en 17% svöruðu á sömu leið um aðgerðir sveitarfélaganna, og þar af voru aðeins 2% mjög ánægð. 22% voru mjög óánægðir með aðgerðir sveitarfélaganna og 21% óánægt.

Þó að óánægjan sé svona mikil með aðgerðir sveitarfélaganna, ríkir nokkur bjartsýni meðal fyrirtækjanna, sem sést á því að 88% töldu mjög líklegt eða líklegt að fyrirtækið sitt kæmist í gegnum erfiðleikanna. 

Að sögn Félags atvinnurekenda er það vilji flestra þessara fyrirtækja tryggingagjald verði fellt niður tímabundið og að fasteignaskattur sveitarfélaga á atvinnuhúsnæði fari sömu leið. Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur í Morgunblaði dagsins, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður fjárfest fyrir tugi milljarða í sveitarfélögum til að örva atvinnulíf og sömuleiðis bendir hún á að mörg fyrirtæki hafi frestað gjalddögum umræddra fasteignagjalda, að minnsta kosti gagnvart þeim fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tekjutapi. Á sama hátt hafi þjónustugjöld verið felld niður. 

Fleiri niðurstöður úr könnuninni: 

  • Um 80% félagsmanna segja að fyrirtækin verði fyrir tekjufalli á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Þriðjungur telur tekjutapið nema meira en 50%.
  • Um 25% fyrirtækjanna hafa sagt upp fólki eftir að heimsfaraldur COVID-19 hófst.
  • 57% fyrirtækjanna hafa nýtt sér hlutabótaleiðina og sett starfsfólk í hlutastarf. Um 20% fyrirtækjanna hafa lækkað starfshlutfall hjá öllu starfsfólki.
  • 24% fyrirtækjanna hyggjast sækja um bætur vegna launagreiðslna til starfsmanna í sóttkví.
  • 62% fyrirtækjanna hyggjast nýta sér að fresta greiðslum opinberra gjalda og skatta.
  • 8% félagsmanna hyggjast sækja um brúarlán hjá fjármálastofnun með ríkisábyrgð að hluta.

Könnun FA var netkönnun, gerð dagana 6.-8. apríl. Hún var send til 158 fyrirtækja með beina félagsaðild og svöruðu 75 eða 47,5%. Ekki er hægt að rekja svörin til einstakra svarenda eða fyrirtækja. Sjá meira hérna.

64% ánægja með ríkið.
64% ánægja með ríkið.
43% óánægja með sveitarfélögin.
43% óánægja með sveitarfélögin.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK