Huga að skráningu á Íslandi

Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi AEX Gold.
Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi AEX Gold.

Til skoðunar er að skrá málmleitarfélagið AEX Gold, sem mun heita Amaroq Minerals, á markað á Íslandi. Tilgangurinn er tvíþættur, þ.e. annars vegar að efla tengingu á milli Grænlands og Íslands og hins vegar að gefa íslenskum fjárfestingarsjóðum og fjármálastofnunum tækifæri til að fjárfesta í auknum mæli í hrávörum og þjónustu á Grænlandi og grænni orkuvinnslu. Ætlunin er að vinna þessa málma og seinna endurvinna.

Þetta segir Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri AEX Gold, í samtali við Morgunblaðið. AEX Gold starfar sem kunnugt er við vinnslu og leit að hrámálmum á Grænlandi. Fyrr í vor var greint frá því að félagið hefði fundið mikið magn af gulli eftir tilraunaboranir á svæðinu og hefst vinnsla í náinni framtíð.

Félagið er skráð í kauphallirnar í Toronto og í Lundúnum. Meðal stærstu hluthafa eru kanadískir, skandinavískir, breskir og íslenskir fjárfestar. Þjóðarsjóðir Grænlands og Danmerkur og stærsti lífeyrissjóður Grænlands eru jafnframt kjölfestuhluthafar.

Hægt að nýta reynsluna betur

Spurður um fyrirhugaða skráningu hér á landi, segir Eldur að það sé nokkuð sem komi vel til greina.

„Það væri þá ekki gert sérstaklega í þeim tilgangi að auka hlutafé í náinni framtíð eða leita að nýju fjármagni, heldur til að tengja betur saman íslenska og grænlenska hagsmuni og að hafa aðgang að íslenskum stofnanafjárfestum til að fylgja eftir vexti félagsins,“ segir Eldur.

„Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu þegar kemur að því að starfa á norðurslóðum. Íslenskar fjármálastofnanir eru vanar því að fjármagna innviðaverkefni á svæðinu. Verktakar þekkja það að starfa oft við erfiðar aðstæður og þannig mætti áfram telja. Ég tel að það sé hægt að nýta þessa reynslu betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK