Orkureiturinn fær framúrskarandi einkunn

Orkureiturinn við Ármúla á að opna fyrir íbúum um haustið …
Orkureiturinn við Ármúla á að opna fyrir íbúum um haustið 2024. Ljósmynd/Aðsend

Skipulag Orkureitsins við Ármúla hefur hlotið BREEAM Communities-vottun með framúrskarandi einkunn. BREEAM Communities er alþjóðlega vottaður vistvottunarstaðall vottað skipulagið með tilliti til umhverfislegra, félagslegra og efnahagslegra gæða. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúar flytji inn á Orkureitinn á næsta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAFÍR, sem keypti byggingarheimildir á reitnum 2022 og byggir nú 440 íbúðir og um 2 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis á reitnum. Orkureiturinn er fyrsta BREEAM-vottaða hverfið í Reykjavík.

Iðnaðarhúsnæði að Ármúla 31 og bakhús á lóðinni munu víkja fyrir 3-6 hæða byggingum. Gamla Rafmagnsveituhúsið verður endurnýjað og heldur sínum sess á lóðinni.

Orkureiturinn við Ármúla.
Orkureiturinn við Ármúla. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum afar stolt af því að hafa hlotið framúrskarandi einkunn frá BREEAM og hlökkum til að kynna nánar fyrir verðandi íbúum með hvaða hætti slík vottun getur hafa jákvæð áhrif á lífsgæði og daglegt líf íbúa," segir Hilmar Ágústsson, framkvæmdastjóri SAFÍR bygginga ehf,  í tilkynningunni.

SAFÍR byggingar ehf hefur þegar hafið framkvæmdir við fyrsta áfanga svæðisins og gert er ráð fyrir að fyrstu íbúar flytji inn á Orkureitinn haustið 2024. Reitir fasteignafélag, eigandi gamla Rafmagsveituhússins og fyrrum eigandi reitsins, sá um öflun vottunarinnar og skipulag svæðisins á árunum 2018-2022 í samvinnu við skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK