Ein skilvirkasta verksmiðja heims

Ný metanólverksmiðja kínverska efnaframleiðandans Jiangsu Sailboat Petrochemical.
Ný metanólverksmiðja kínverska efnaframleiðandans Jiangsu Sailboat Petrochemical.

Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemical, JSP, dótturfyrirtæki Shenghong Petrochemicals, eins stærsta fyrirtækis í Jiangsu-héraði á austurströnd Kína, hefur gangsett metanólverksmiðju sem knúin er með tækni frá íslenska hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI).

Verksmiðjan er að sögn Bjarkar Kristjánsdóttur, forstjóra CRI, ein sú skilvirkasta í heimi. Björk segir að árlega geti verksmiðjan endurnýtt 150.000 tonn af koltvísýringi úr rekstri JSP.

Framleiðslutæknin er byggð á íslensku hugviti og hefur verið sannreynd og prófuð í verksmiðju CRI í Svartsengi síðan árið 2012 að sögn Bjarkar.

Björk Kristjánsdóttir segir að metanólið sem verður til sé bæði …
Björk Kristjánsdóttir segir að metanólið sem verður til sé bæði hægt að selja á heimsmarkaði og nýta í eigin framleiðslu eins og JSP gerir.

Hún segir að verksmiðjan sé sú önnur talsins utan Íslands sem notfærir sér tækni CRI. „Eftir að hafa þróað tæknina hér heima fórum við í útflutning árið 2020 og gangsettum fyrstu verksmiðjuna í Kína árið 2022 fyrir verksmiðjueigandann Shunli. Nú hefur önnur verksmiðja bæst við,“ segir Björk.

Hlutverk CRI í ferlinu er að veita leyfi fyrir notkun tækninnar og afhenda búnað. „Við látum þeim í té verkfræðihönnun, leyfi, hvarfakút og efnahvata. Undir lok verkefnisins mætir teymi frá okkur á staðinn til að þjálfa rekstraraðila og styðja við gangsetninguna.“

Ítarlegra viðtal er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í gær, 19. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK