Gætu borið 200 þúsund tonna framleiðslu

Kort yfir helstu fiskeldisstöðvarnar á Íslandi.
Kort yfir helstu fiskeldisstöðvarnar á Íslandi.

Burðarþol þeirra sjö fjarða og flóa sem Hafrannsóknastofnun hefur þegar metið er í heildina 125 þúsund tonn. Er þetta 3-4 sinnum það magn sem fiskeldisfyrirtækin hafa leyfi til að ala í sjókvíum í þessum fjörðum. Þau hafa hins vegar mikil áform um aukningu í framtíðinni. Eftir er að meta nokkra firði þannig að burðarþol þeirra svæða sem opin eru fyrir fiskeldi gæti nálgast 200 þúsund tonn.

Þau fimm fyrirtæki sem eru stærst í sjókvíaeldinu hafa sótt um aukningu til viðbótar núverandi leyfum þannig að heildarframleiðslan verði 185 þúsund tonn. Það er í fjörðum sem hafa fengið burðarþolsmat og fjörðum sem ekki er búið að meta. Ekki er víst að burðarþolsmatið takmarki áformin, þegar allir firðir á þeim svæðum sem opin eru til sjókvíaeldis hafa verið metin og matið endurskoðað í ljósi reynslunnar í þeim fjörðum sem hafa reiknað burðarþol.

Horft til framtíðar

Eins og sést á Íslandskortinu hér að ofan er sjókvíaeldi bannað við Vesturland, meginhluta Norðurlands og norðanverða Austfirði. Það var gert fyrir meira en áratug til verndar náttúrulegum laxastofnum í helstu laxveiðiám landsins. Sjókvíaeldið byggist því mest upp á Vestfjörðum og Austfjörðum og áform eru einnig um eldi í Eyjafirði.

Jafnvel á þeim svæðum sem opin eru til sjókvíaeldis þarf að fullnægja ýmsum skilyrðum. Stöðvarnar þurfa að fara í gegn um umhverfismat og fá síðan starfs- og rekstrarleyfi hjá viðkomandi stofnunum. Endanleg leyfi fást ekki fyrr en Hafrannsóknastofnun hefur reiknað út burðarþol viðkomandi fjarðar.

Starfsemi stöðvanna byggist upp á allt öðrum hraða en umsóknir um aukningu gefa til kynna. Það tekur langan tíma að auka eldið eins og sést á því að fyrirtækið sem hraðast hefur byggst upp í sjókvíaeldi er komið með um 6 þúsund tonna framleiðslu á ári eftir sjö ára starf. Forsendan fyrir umsóknum um stækkun er áhugi eigenda á að koma stöðvunum í sem hagkvæmasta stærð. Lágmarkið er talið 10 þúsund tonn á ári en stöðvarnar stefna að 15-20 þúsund tonna einingum. Undirbúningur tekur langan tíma. Það eina sem hægt er að ráða í áætlanir um umfangsmikla aukningu er að fyrirtækin horfa langt fram í tímann.

Tálknafjörður. Fiskeldi er orðið stóriðjan á sunnanverðum Vestfjörðum.
Tálknafjörður. Fiskeldi er orðið stóriðjan á sunnanverðum Vestfjörðum. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Mati ekki lokið

Hafrannsóknastofnun hefur metið burðarþol Patreks- og Tálknafjarðar og Patreksfjarðarflóa í sameiginlegu mati, Arnarfjarðar, Dýrafjarðar, Ísafjarðardjúps, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Berufjarðar. Eins og áður segir er heildarburðarmat þessara sjö fjarða samtals 125 þúsund tonn. Stofnunin er nú að meta Seyðisfjörð og Stöðvarfjörð og framundan er að meta Norð- og Mjóafjörð og Norðfjarðarflóa, sem fara í sameiginlegt mat, og Eyjafjarðar. Síðar verður væntanlega lagt mat á Önundarfjörð, Jökulfirði og hugsanlega fleiri firði.

Óábyrgt er að áætla hvað þessir firðir bera en það verður væntanlega vel innan við 100 þúsund tonn til viðbótar því sem metið hefur verið. Heildarburðarþolsmat á leyfilegum fiskeldissvæðum gæti því orðið um 200 þúsund tonn, þegar upp er staðið. Heildarmatið dekkar öll þau áform sem nú eru uppi en þó er ekki víst að burðarþol og umsóknir um leyfi í einstökum fjörðum falli saman.

Þetta er allnokkuð þegar litið er til þeirra 37 þúsund tonna sem veitt hafa verið leyfi fyrir og enn frekar þegar litið er til framleiðslu á laxi og regnbogasilungi sem var aðeins rúm 10 þúsund tonn á síðasta ári. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, telur raunhæft að framleiðslan hér við land geti orðið 100-120 þúsund tonn á ári. Til þess að það geti orðið þurfi margt að ganga upp.

Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að vel geti verið að ýmsir aðrir þættir en burðarþolið verði takmarkandi fyrir vöxt sjókvíaeldis og nefnir fjarlægðartakmörk á milli stöðva, sjúkdóma og laxalús. Því má bæta við orð hans að seiðaframleiðslan er að verða flöskuháls í uppbyggingunni. Verið er að stækka seiðastöðvar og undirbúa nýjar en fyrirtækin sem eru með viðamestu áformin þurfa enn frekari aðstöðu til seiðaframleiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »