Þorskastríðin merkilegri en margir vilja vera láta

Varðskipið Þór siglir hjá breskri freigátu.
Varðskipið Þór siglir hjá breskri freigátu.

Gera má þorskastríðunum hærra undir höfði og fræða yngri kynslóðir um það sem þar fór fram. Þetta segir Flosi Þorgeirsson, sem vinnur nú að meistararitgerð um þorskastríðin frá sjónarhóli Breta.

„Það sem mest hefur komið mér á óvart við skrifin er hversu lítið margir vita um þennan tíma. Menn halda margir að bresk skip hafi verið að sigla á íslensk skip, og svo höfum við bara farið með sigur af hólmi. En þetta var ekki svo einfalt,“ segir Flosi.

„Til að mynda í stjórnmálafræðinni þá eru þorskastríðin oft tekin sem dæmi um hvernig lítið ríki getur staðið á sínu gagnvart miklu stærra veldi. Það er sömuleiðis til marks um hvernig heimskerfið var orðið á þessum tíma, þar sem Bretar og Íslendingar voru komnir í hernaðarbandalag.“

„Alls ekki skjóta“

Flosi leggur einmitt áherslu á þennan punkt, að skipt hafi höfuðmáli fyrir Íslendinga að tilheyra Atlantshafsbandalaginu.

„Íslendingar berja sér stundum á brjóst yfir þeirri staðreynd að við unnum Breta, en gleyma stundum að við vorum að berjast við vinaþjóð. Og ef maður lítur yfir sögu Breska heimsveldisins, maður lifandi, þeir hafa nú ekki verið hræddir við að nota fallbyssur og byssubáta í gegnum tíðina. En svo koma þeir hingað og fá um leið ströng skilaboð: „Alls ekki skjóta.“

Ég hef séð skjal frá The First Sea Lord, yfirmanni breska flotans, þar sem hann talar um að freigáturnar hafi beðið um leyfi til að nota byssur til að ógna Íslendingunum. Hann svarar: „Ég get ekki leyft byssunotkun gegn svona mikilvægum bandamanni.“ Þetta eru hans orð. Sjá má af þessu að vera okkar í NATO skipti öllu máli.“

Bendir hann á að staða okkar hvað þetta varðar gæti hafa skerst við brottför varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli.

„Ef við lendum í svona deilu aftur, þá höfum við enga NATO-stöð sem við getum hótað að loka. Ég veit því ekki hvort sama baráttutækni gæti virkað þá, að vera svona óbilandi þrjóskir.“

Flosi segir hæfilega fjarlægð frá atburðum mikilvæga, svo að hægt …
Flosi segir hæfilega fjarlægð frá atburðum mikilvæga, svo að hægt sé að gera þeim góð skil. „Það hentar oft best þegar komin er ágætis fjarlægð.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæslan stóð í ströngu

Flosi segir að borið hafi á því undanfarna áratugi að mikið sé gert úr hlut Geirs Hallgrímssonar og fleiri stjórnmálamanna og um leið því haldið á lofti að varðskip okkar Íslendinga hafi lítið haft að segja.

„Það hefur mér fundist leiðinlegt að heyra, því Landhelgisgæslan stóð virkilega í ströngu og það munaði minnstu að það yrði mannfall í þessum átökum. Það er virkilega gæfunni að þakka að svo fór ekki,“ segir Flosi.

„Sérstaklega 6. maí 1976, þegar Gerald Plummer, skipherra á freigátunni Falmouth, missti hreinlega stjórn á sér. Þá var hann búinn að senda Guðmundi Kjærnested, skipherra Týs, margoft skilaboð um að hann yrði að víkja af leið, en hann var þá að stefna á togara. „Ég beygi á þig ef þú snýrð ekki af leið,“ sagði breski skipherrann.

Á þessum tíma sigldu freigáturnar gjarnan upp að varðskipunum og reyndu að neyða þau af stefnu sinni með því að fara smám saman fyrir þau, enda voru þær hraðskreiðari og náðu nær 30 hnúta hraða, á meðan Týr til dæmis náði á fullri ferð um 20 hnúta hraða.

En þarna ákveður hann að nóg sé komið, tekur níutíu gráða beygju og siglir beint í hliðina á Tý. Það hallaðist um leið 70 gráður en þeir þrír menn sem stóðu á dekkinu náðu á einhvern ótrúlegan hátt að halda sér föstum. Samt fóru þeir á bólakaf í sjóinn og það er mesta mildi að þeir skyldu ekki farast.“

Munaði 30 til 60 sentimetrum

Flosi segist stundum hafa hugsað hvað hefði gerst ef Týr hefði sokkið eftir þessa ásiglingu freigátunnar.

„Guðmundur sagði að munað hefði 30 til 60 sentimetrum á því að freigátan hitti á stað þar sem klæðning Týs var ekki jafn þykk. Þá hefði mögulega komið gat á skipið, fossað inn sjór í vélarrúmið, og Týr hefði líklega sokkið. Hvað hefði gerst þá? Hvernig hefðum við brugðist við, við að missa okkar nýjasta varðskip, að ég tali ekki um jafnvel mannslíf. Þá væri sagan öðruvísi í dag. Það mátti engu muna.“

Frá upphafi lagði Flosi upp með það að skoða þorskastríðin frá geópólitísku sjónarhorni. „Ég hef reynt að nálgast viðfangsefnið frá hlið Breta. Það kom út bók fyrir nokkrum árum eftir Andrew Welch, The Royal Navy in The Cod Wars, sem opnaði algjörlega augu manns fyrir því að það voru auðvitað tvær hliðar á þessu. Hann var sjálfur um borð í breskri freigátu á þessum tíma og það hefur verið fróðlegt að kynnast því hvernig þeir sáu þetta. En svo hefur maður líka lent í því að sumir eldri Landhelgisgæslumenn verða gramir ef maður vogar sér að nefna að það séu fleiri hliðar á þessu en þessi harða, íslenska hlið,“ segir Flosi kíminn.

„En undir fjögur augu þá hafa þeir stundum viðurkennt að hafa gripið til ýmissa ráða, sem þættu nú ef til vill á mörkum þess að kallast heiðarleg.“

Baldur. Tennur úr veghefli voru soðnar á skut Baldurs, en …
Baldur. Tennur úr veghefli voru soðnar á skut Baldurs, en það fór e.t.v. ekki hátt.

Suðu tennur utan á skutinn

Spurður í framhaldi hvort varðskip Íslands hafi náð að gera bresku freigátunum einhverjar skráveifur segir Flosi að eitt skip hafi komið sér á óvart, en það hafði hann aldrei heyrt um áður.

„Það er varðskipið Baldur. Ég varð heillaður af því skipi, sérstaklega eftir að ég las ævisögu Höskuldar Skarphéðinssonar, sem var skipherra á Baldri. Hann fyrirleit Breta og fór ekkert í grafgötur með það. Honum fannst þeir hafa blóðuga og ömurlega heimsveldissögu og væru nú að gera það sem þeir hefðu alltaf gert, að kúga lítil smáríki til að geta hegðað sér eins og þeir vildu. Hann gekk því hart fram þegar hann gat.“

Og Baldur var ekkert venjulegt varðskip, segir Flosi. „Þetta var tiltölulega nýr pólskur skuttogari sem keyptur var til Dalvíkur og tekinn eignarnámi þaðan. Svo var hann málaður grár og sett á hann fallbyssa,“ bætir hann við og blaðamaður reynir um leið að sjá þetta fyrir sér árið 2018 – nýr Kaldbakur EA í gráum litum með fallbyssu á dekkinu.

„Hann klippti aðeins fimm sinnum á veiðarfæri bresku skipanna, að mig minnir, mun minna en hin skipin. En alls voru það þrjár freigátur sem voru það illa farnar eftir samskipti við Baldur að þær þurftu að sigla beint til Bretlands og fara í langar viðgerðir sem kostuðu nokkrar milljónir punda,“ segir Flosi og útskýrir:

„Hann var með þennan grjótharða, ferkantaða skut, á meðan varðskipin voru með kúlulaga skut, og var líka liprari. En það þótti þó ekki nóg. Norður á Kópaskeri kom áhöfnin auga á veghefil sem lá þarna bara. Þeir spurðust fyrir og fengu leyfi til að taka hann til handargagns. Tennurnar á heflinum voru hvassar, úr grjóthörðu stáli, og þær suðu þeir utan á skutinn. „Það var eiginlega hægt að raka sig á þessu,“ hefur einn úr áhöfninni sagt mér.“

Með þetta að vopni olli Baldur gífurlegum skemmdum á freigátunum.

Greinina í heild sinni má lesa í nýjasta sérblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu þann 9. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »