Aflaheimildir auknar um þúsund tonn

Bátum sem stunda strandveiðar hefur fækkað síðustu ár.
Bátum sem stunda strandveiðar hefur fækkað síðustu ár. mbl.is/Alfons Finnsson

Strandveiðifrumvarp atvinnuveganefndar Alþingis var samþykkt í gær. Það felur í sér breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með það að markmiði að auka öryggi sjómanna og auka sveigjanleika í kerfinu.

Sjómönnum gefst nú færi á að velja þá 12 daga í mánuði sem róið verður og kom fram við umræður um málið á Alþingi að vonast sé til að þetta dragi úr hvata til þess að róa í viðsjárverðum veðrum.

Þá er meðal annars aukið umtalsvert við heildaraflaheimildir innan strandveiðikerfisins, eða um 1000 tonn, auk þess sem ufsi er ekki talinn með upp að hámarksafla í strandveiðum.

Bátum sem stunda strandveiðar hefur fækkað síðustu ár. Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að þróa skuli strandveiðikerfið og eru þessar breytingar tilraun í þá veru. Til stendur að taka málið aftur upp í haust og fara yfir árangurinn af breytingunum.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.19 307,32 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.19 369,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.19 310,48 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.19 300,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.19 89,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.19 132,42 kr/kg
Djúpkarfi 22.1.19 199,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.19 233,58 kr/kg
Litli karfi 22.1.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.1.19 223,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.19 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 8.249 kg
Ufsi 2.792 kg
Karfi / Gullkarfi 686 kg
Ýsa 88 kg
Samtals 11.815 kg
22.1.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Langa 63 kg
Keila 28 kg
Þorskur 17 kg
Steinbítur 12 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 125 kg
22.1.19 Auður Vésteins SU-088 Lína
Steinbítur 52 kg
Langa 52 kg
Keila 40 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 152 kg

Skoða allar landanir »