Ekki í leit að sökudólgum

Frá fiskeldi í Berufirði.
Frá fiskeldi í Berufirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Laxeldi í opnum sjókvíum er hitamál um allan heim og í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd er í kvöld er leitast við að varpa ljósi á reynslu annarra þjóða af þessari aðferð og draga fram heildarmyndina og mögulegar afleiðinar sjókvíaeldis á íslenska náttúru. Einn sérfræðinga sem rætt er við í myndinni telur Íslendinga eiga að færa kvíarnar upp á land.

Undir yfirborðinu er heitir á nýrri heimildarmynd eftir Þorstein J. sem frumsýnd verður á RÚV í kvöld. Þorsteinn hefur unnið að myndinni síðastliðið ár ásamt Óskari Páli Sveinssyni tökumanni, Gunnari Árnasyni hljóðmanni og fleirum. Myndin fjallar um afleiðingar sjókvíaeldis á íslenska náttúru og fer víða í að sýna fram á alvarleika málsins.

Þorsteinn J Vilhjálmsson
Þorsteinn J Vilhjálmsson mbl.is/Golli

„Myndin er gerð til að skoða stóru myndina og útskýra fyrir fólki um hvað málið snýst. Myndin er ekki gerð til höfuðs neinum, þetta er ekki gert til að finna einhverja sökudólga. Hún er gerð fyrir okkur Íslendinga til að finna leið út úr þessum ógöngum sem við erum komin í,“ segir Þorsteinn.

Fyrst og fremst náttúruverndarmál

„Það sem okkur hefur vantað fram að þessu, finnst mér, er að sjá heildarmyndina. Þetta snýst ekki bara um Vestfirði eða Austfirði eða hagsmuni 1.500 bænda sem eiga veiðirétt á laxi og silungsveiði á Íslandi, heldur er þetta náttúruverndarmál sem skiptir alla Íslendinga máli.“

Þorsteinn segir málið ekki hverfast um það að vera á móti laxeldi. „Ég er ekki á móti laxeldi frekar en nokkur maður. En það skiptir máli hvernig það er gert. Hvort það er gert í sjó eða á landi. Við þurfum að spyrja okkur hvað er í húfi áður en við spyrjum okkur hversu mörg störf skapast eða hversu mikill gróði verður af þessu. Það sem er í húfi er náttúra Íslands og villtir laxastofnar sem við eigum að bera ábyrgð á að eyðileggist ekki.“

Eftirliti ábótavant

Eftirlitsstofnanir hafa verið gagnrýndar fyrir að sinna sínu hlutverki illa þegar kemur að fiskeldi. „Ég horfi þó fyrst og fremst til eftirlitsstofnana fremur en til laxeldisfyrirtækjanna. Ég er ekkert í vafa um að laxeldisfyrirtæki eru að gera sitt besta en það er gríðarlegur skortur á eftirliti. Við vitum í raun ofboðslega lítið um hvað er að gerast þarna. Laxeldisfyrirtækin hafa sjálf kvartað yfir því og beðið um frekara eftirlit, sem er frábært. En það breytir þó ekki þeirri meginstaðreynd að aðferðin er hættuleg. Það hafði mikil áhrif á mig að sjá aðstæður í Svíþjóð og ekki síst í Seattle, sjá framtíð okkar Íslendinga þar ef svo má segja, og tala við fólk sem hefur barist gegn yfirgangi þessara stóru laxeldisfyrirtækja um árabil.“

Fiskeldi.
Fiskeldi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrelt aðferð við eldi

Kurt Beardslee, framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy í Washington í Bandaríkjunum, er meðal viðmælenda í heimildarmynd Þorsteins. Hann hefur barist í um 15 ár gegn sjókvíaeldi og náði loks árangri fyrir stuttu þegar þingið í Washington-ríki samþykkti að frá og með árinu 2022 væri sjókvíaeldi ekki leyft. Notast yrði við aðrar aðferðir.

Sjókvíaeldi væri í raun gamaldags aðferð sem aðrar þjóðir, meðal annars Norðmenn sem eiga í fyrirtækjum á Íslandi, væru að skoða mjög ítarlega að hætta að nota og færa eldið annaðhvort út á rúmsjó eða upp á land í sínu heimalandi.

Beardslee telur Íslendinga geta komið í veg fyrir þann stóra umhverfisvanda sem aðrar þjóðir hafa þurft að horfast í augu við með því að færa kvíarnar upp á land. Á Íslandi er nú þegar landeldi stundað í Öxarfirði og suður með sjó, hjá Landorku. Þorsteinn tekur undir með Beardslee. „Af hverju í ósköpunum viljum við koma til leiks með aðferðir sem aðrir eru að losa sig við? Við höfum tækifæri til að gera þetta rétt. Ef við horfum til sjávarútvegsins, þá hefur okkur lánast það að gera íslenska sjávarútveginn sjálfbæran og höfum þar af leiðandi sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem þjóð sem tekur ábyrgð á auðlindum sínum, líkt og Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir í myndinni. Viljum við ekki gera eins með fiskeldið?“ 

Viðtalið er hægt að lesa í fullri lengd í Sunnudagsmogganum í dag.

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.10.18 316,46 kr/kg
Þorskur, slægður 16.10.18 344,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.10.18 244,94 kr/kg
Ýsa, slægð 16.10.18 250,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.10.18 84,63 kr/kg
Ufsi, slægður 16.10.18 131,56 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 16.10.18 251,23 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.18 270,00 kr/kg
Blálanga, slægð 16.10.18 204,19 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.18 Berti G ÍS-727 Landbeitt lína
Þorskur 2.699 kg
Ýsa 1.531 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 4.275 kg
15.10.18 Helga Sigmars NS-006 Landbeitt lína
Þorskur 353 kg
Ýsa 181 kg
Samtals 534 kg
15.10.18 Siggi Bjarna GK-005 Dragnót
Skarkoli 4.138 kg
Tindaskata 999 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 185 kg
Samtals 5.322 kg
15.10.18 Benni Sæm GK-026 Dragnót
Skarkoli 2.718 kg
Tindaskata 1.168 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 152 kg
Steinbítur 106 kg
Samtals 4.144 kg

Skoða allar landanir »