Leggja til 3% meiri þorskafla

Stækkun stofnsins er fyrst og fremst sögð vera afleiðing minnkandi ...
Stækkun stofnsins er fyrst og fremst sögð vera afleiðing minnkandi sóknar. mbl.is/Alfons Finnsson

Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til, í samræmi við aflareglu íslenskra stjórnvalda, að þorskafli fiskveiðiárið 2018/2019 verði ekki meiri en 264.437 tonn. Um er að ræða 3% aukningu frá síðasta ári.

Þetta kom fram á fundi Hafrannsóknastofnunar, sem hófst rétt í þessu.

Hrygningarstofninn ekki stærri í fimmtíu ár

Hrygningarstofn þorsks er sagður hafa stækkað á undanförnum árum og ekki verið stærri í fimmtíu ár. Veiðihlutfall hafi lækkað og sé það lægsta á stofnmatstímabilinu. Nýliðun síðan 1988 hafi að meðaltali verið um 140 milljónir 3 ára nýliða, mun minni en hún var árin 1955–1987 (meðaltal um 205 milljónir).

Stækkun stofnsins mun því fyrst og fremst vera afleiðing minnkandi sóknar. Árgangurinn frá 2013 er metinn slakur en árgangar 2014 og 2015 eru nálægt langtímameðaltali.

40% meiri ýsuafli

Stofnunin leggur þá til að ýsuafli á komandi fiskveiðiári verði ekki meiri en 57.982 tonn, eða 40% meiri en á síðasta fiskveiðiári.

Hrygningarstofn hennar er sagður hafa stækkað á árunum 2001–2004 vegna nokkurra sterkra árganga og verið stór fram til ársins 2008. Eftir 2008 hafi hrygningarstofninn farið minnkandi, en á síðustu fimm árum verið stöðugur.

Veiðihlutfall árin 2015–2017 er metið með því lægsta á stofnmatstímabilinu og nálægt því sem stefnt er að með aflareglu. Nýliðun tveggja ára ýsu árin 2010–2015 var mjög léleg, en nýliðun 2016 er góð og nýliðun áranna 2017 og 2018 nálægt meðaltali.

14% lækkun í gullkarfa

Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað lítillega. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2018/2019 því 43.600 tonn sem er 14% lækkun frá fyrra fiskveiðiári.

Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga.

Síldarstofninn minnkað ört 

Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug.

Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári.

Ráðgjöf fyrir flatfiskastofna er lítið breytt frá síðasta fiskveiðiári, að undanskildri þykkvalúru þar sem ráðlagt aflamark eykst um 20%, í 1.565 tonn. Lækkun aflamarks er lögð til fyrir blálöngu, löngu, keilu, skötusel og gulllaxi. Ráðgjöf fyrir steinbít hækkar úr 8.540 tonnum í 9.020 tonn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.8.18 265,84 kr/kg
Þorskur, slægður 15.8.18 292,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.8.18 245,88 kr/kg
Ýsa, slægð 15.8.18 178,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.8.18 76,94 kr/kg
Ufsi, slægður 15.8.18 97,67 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 15.8.18 164,95 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.8.18 186,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.8.18 Garðar ÞH-122 Handfæri
Þorskur 759 kg
Samtals 759 kg
15.8.18 Valþór EA-313 Handfæri
Þorskur 136 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Samtals 140 kg
15.8.18 Manni NS-050 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 633 kg
15.8.18 Dögg SU-229 Handfæri
Þorskur 593 kg
Samtals 593 kg
15.8.18 Áfram NS-169 Handfæri
Þorskur 216 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 232 kg

Skoða allar landanir »