Gagnrýnir tilgangslítið tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Landssamband veiðifélaga lýsir yfir eindreginni andstöðu gegn fyrirhuguðu 3.000 tonna tilraunafiskeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og varar Hafrannsóknastofnun við því að fjármunum verði sóað í tilgangslítið verkefni. Þetta kemur fram í bréfi sem landssambandið sendi Hafrannsóknastofnun í vikunni.

Hafrannsóknastofnun tilkynnti í byrjun júlí að gera ætti takmarkaða tilraun í Ísafjarðardjúpi til að rannsaka ákveðna þætti í fiskeldi í samvinnu við eldisfyrirtæki. Tilraunin yrði takmörkuð í magni við hámark 3.000 tonn af frjóum laxi og til 5 ára.

Landssamband veiðifélaga lýsir yfir furðu sinni á þessar tilraun og telur að svo takmörkuð tilraun ein og sér muni gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis þar í hagnaðarskyni. Þá hafi slíkar rannsóknir þegar verið framkvæmdar í Noregi um árabil og niðurstöður þeirra hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi.

Sambandið telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi og að þær verði best framkvæmdar á svæðum þar sem fiskeldi er nú þegar heimilað. „Notkun geldstofna er eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í bréfinu.

Er verið að búa til rangar niðurstöður?

Í bréfinu óskar landssambandið eftir ítarlegum upplýsingum við níu spurningum. Spurt er m.a. um hvort Hafrannsóknastofnun hafi vaktað umhverfisþætti í því eldi sem nú þegar er rekið á Vestfjörðum og í hvaða mæli það hafi verið gert.

Spurt er hvernig Hafrannsóknastofnun muni standa að vali á samstarfsaðila vegna fyrirhugaðrar rannsóknar og hvort viðræður við hafi farið fram við eldisfyrirtækið Háafell ehf. Einnig er spurt um áætlaðan kostnað við verkefnið.

Þá er spurt hvort að Hafrannsóknastofnun telji að takmörkuð rannsókn í Ísafjarðardjúpi sé líkleg til að skila raunhæfum niðurstöðum ef þær eigi að vera grundvöllur ákvarðana um stórfellt eldi frjórra laxa í Ísafjarðardjúpi.

„Er ekki í rauninni verið að búa til aðstæður sem gefa rangar niðurstöður?“ spyr landssambandið Hafrannsóknastofnun einnig að og óskar svara sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,95 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,42 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 1.072 kg
Þorskur 94 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.170 kg
26.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 34 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 610 kg
26.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
26.4.24 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.175 kg
Þorskur 109 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.303 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,95 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,42 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 1.072 kg
Þorskur 94 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.170 kg
26.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 34 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 610 kg
26.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
26.4.24 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.175 kg
Þorskur 109 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.303 kg

Skoða allar landanir »