Breytingar á siglingaleiðum Samskipa

Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi.
Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi. Ljósmynd/Samskip

Stórfelldar breytingar verða gerðar á siglingaleiðum Samskipa í október. Í stað tveggja leiða verður nú siglt á þremur þar sem tvær, Norðurleið og Suðurleið, fara til Evrópu og ein, Strandleið, þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.

Afhending í byrjun viku

Í tilkynningu frá Samskipum segir að með nýju og breyttu siglingakerfi sé verið að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna sem kalla á styttri flutningstíma, aukinn áreiðanleika og aukna tíðni ferða. „Fyrir innflutning er þjónustan sniðin að því að afhenda vörur á Íslandi snemma í vikunni. Fyrir útflutning er boðið upp á afhendingar í upphafi viku á lykilmarkaði í Evrópu. Þá er þjónusta við landsbyggðina efld til muna með vikulegum viðkomum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi,“ segir í tilkynningu.

Norðurleið er sniðin að þörfum þeirra sem flytja út vörur til meginlandsins og þeirra sem flytja inn vörur frá Skandinavíu, jafnframt því að þjóna Færeyjum.

Suðurleið er sniðin að þörfum viðskiptavina sem flytja vörur til og frá Bretlandi og að innflutningi frá meginlandinu. Suðurleið tengir jafnframt Vestfirði beint inn á Bretland og meginlandið með vikulegum viðkomum á Bíldudal, sem er ný höfn í siglingakerfi Samskipa. Strandleið tengir svo viðkomuhafnir á Norður- og Austurlandi inn á Norðurleiðina í Færeyjum í viku hverri.

Hér má sjá upplýsingar um brottfarir og leiðir samkvæmt nýrri …
Hér má sjá upplýsingar um brottfarir og leiðir samkvæmt nýrri siglingaáætlun Samskipa. Kort/Samskip
Hér má sjá upplýsingar um komur og leiðir samkvæmt nýrri …
Hér má sjá upplýsingar um komur og leiðir samkvæmt nýrri siglingaáætlun Samskipa. Kort/Samskip

Geta betur tekist á við frávik

„Nýja siglingaáætlunin færir viðskiptavinum okkar margvíslegan ávinning,“ er haft eftir Pálmari Óla Magnússyni, forstjóra Samskipa á Íslandi, í tilkynningu.   

Með breytingunum segir Pálmar Samskip jafnframt svara kalli viðskiptavina sinna og geti nú afhent innflutningsvöru degi fyrr en áður í Reykjavík, sem sé fagnaðarefni fyrir marga. „Þjónusta okkar við byggðir landsins er að sama skapi efld verulega, enda bjóðum við nú vikulega komu skips á Bíldudal, Sauðárkrók, Akureyri og Reyðarfjörð.“ Þá segir hann nýja kerfið betur í stakk búið til að takast á við frávik sem kunna að verða vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »