Geti ekki hindrað óþarfa sóun verðmæta

Í frumvarpinu er lagt til að bætt verði nýrri málsgrein ...
Í frumvarpinu er lagt til að bætt verði nýrri málsgrein við 21. C.-grein laganna, en þar er fjallað um starfsemi fiskeldisstöðva án rekstrarleyfis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er ætlað að lagfæra með almennum hætti annmarka á lögum um fiskeldi til framtíðar að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu, sem nú hefur verið birt á vef Alþingis.

Sá annmarki er sagður birtast í því að samkvæmt gildandi lögum sé eina úrræði Matvælastofnunar, í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi, að stöðva starfsemi hennar. Þannig hafi stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs.

Rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða

Í frumvarpinu er lagt til að bætt verði nýrri málsgrein við 21. C.-grein laganna, en þar er fjallað um starfsemi fiskeldisstöðva án rekstrarleyfis.

Í tillagðri málsgrein er mælt fyrir um að sé rekstrarleyfi fellt úr gildi geti ráðherra, að fenginni umsögn Matvælastofnunar, enda mæli ríkar ástæður með því, gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, berist umsókn þess efnis frá handhafa hins niðurfellda leyfis innan þriggja vikna frá því að leyfi var fellt niður.

Umrædd umsókn, um rekstrarleyfi til bráðabirgða, skuli afgreidd eins fljótt og mögulegt er, og eigi síðar en fjórum vikum eftir að hún berist. Þá skuli í henni tilgreina með skýrum hætti tilgang rekstrarleyfis til bráðabirgða, ástæður þess og fyrirhugaðar aðgerðir á gildistíma bráðabirgðaleyfisins.

Skuli ekki stöðva rekstur fiskeldisstöðvar

Enn fremur segir í frumvarpinu, að þrátt fyrir það sem kveðið sé á um í núgildandi fyrstu málsgrein 21. C.-greinar laganna, skuli Matvælastofnun ekki stöðva rekstur fiskeldisstöðvar fyrr en fyrir liggi hvort sótt verði um rekstrarleyfi til bráðabirgða.

„Berist slík umsókn um rekstrarleyfi til bráðabirgða skal ekki stöðva rekstur meðan umsókn er til meðferðar hjá ráðherra. Rekstrarleyfi til bráðabirgða skal vera efnislega innan marka þess leyfis sem áður var í gildi. Ákvörðun um rekstrarleyfi til bráðabirgða má byggja á gögnum sem aflað hefur verið við undirbúning þess rekstrarleyfis sem fellt var úr gildi,“ segir í frumvarpinu.

Heimilt að endurútgefa einu sinni

Þá geti ráðherra sett rekstrarleyfi til bráðabirgða þau skilyrði, sem þörf er á svo tilgangur leyfisins náist, svo sem um samdrátt þeirrar starfsemi sem þegar er fyrir hendi, um tímafresti vegna úrbóta eða um tímamörk málshöfðunar eða annarra athafna fyrir dómi sem eru á forræði aðila.

Tekið er fram að rekstrarleyfi til bráðabirgða samkvæmt frumvarpinu verði heimilt að endurútgefa einu sinni. Rekstrarleyfi til bráðabirgða verði enn fremur fullnaðarúrlausn á stjórnsýslustigi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.18 297,59 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.18 352,34 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.18 206,49 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.18 232,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.18 101,23 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.18 124,18 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.18 262,44 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.10.18 249,86 kr/kg
Blálanga, slægð 15.10.18 231,78 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.18 Berti G ÍS-727 Landbeitt lína
Þorskur 2.699 kg
Ýsa 1.531 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 4.275 kg
15.10.18 Helga Sigmars NS-006 Landbeitt lína
Þorskur 353 kg
Ýsa 181 kg
Samtals 534 kg
15.10.18 Straumnes ÍS-240 Landbeitt lína
Þorskur 2.007 kg
Ýsa 1.230 kg
Skarkoli 81 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 3.365 kg
15.10.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 2.024 kg
Samtals 2.024 kg

Skoða allar landanir »