Heldur tíu fundi víðs vegar um landið

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Ísfirðingar og nærsveitarmenn fjölmenntu á Hótel Ísafjörð í gærkvöldi á fyrsta fundinn í röð tíu funda Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stöðu sjávarútvegsins og nýtt frumvarp um veiðigjald.

Á myndinni má sjá nokkra þeirra sem sóttu fundinn í gær, þá Guðna Einarsson, Jón Pál Halldórsson, Karl Geirmundsson og Smára Karlsson, ásamt Kristjáni Þór.

Auk þess að ræða stöðu sjávarútvegsins ræddu fundarmenn byggðamál á Vestfjörðum.

Fundirnir verða öllum opnir, en einnig var fundað í Félagsheimilinu í Vesturbyggð í dag klukkan 12 á hádegi og sá þriðji hófst í Félagsheimilinu Röstinni á Hellissandi klukkan 19:30 í kvöld.

Næstu fundir verða í Reykjavík, Vestmannaeyjum, á Akureyri, Þórshöfn, Eskifirði og Höfn og sá síðasti verður haldinn í Salthúsinu í Grindavík þriðjudaginn 23. október.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.12.18 258,02 kr/kg
Þorskur, slægður 16.12.18 371,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.12.18 219,85 kr/kg
Ýsa, slægð 16.12.18 178,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.12.18 67,33 kr/kg
Ufsi, slægður 16.12.18 132,11 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 16.12.18 248,52 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 257,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.12.18 Björg EA-007 Botnvarpa
Þorskur 196.648 kg
Samtals 196.648 kg
16.12.18 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 5.720 kg
Samtals 5.720 kg
16.12.18 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg
16.12.18 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 251 kg
Keila 24 kg
Steinbítur 19 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 297 kg
16.12.18 Vésteinn GK-088 Lína
Þorskur 131 kg
Keila 88 kg
Karfi / Gullkarfi 39 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 288 kg

Skoða allar landanir »