„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

„Þetta vekur aðeins upp enn fleiri spurningar, en það koma …
„Þetta vekur aðeins upp enn fleiri spurningar, en það koma einfaldlega engin svör.“ mbl.is/Eggert

„Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“

Þetta segir Heiðveig María Einarsdóttir, sem tilkynnt hefur framboð til formanns Sjómannafélags Íslands, um vinnubrögð stjórnar félagsins, sem sagðist í tilkynningu í gær harma alvarlegar ásakanir Heiðveigar í sinn garð.

Lögum breytt á netinu mánuðum eftir aðalfund

Deilt er um ákvæði í lögum félagsins, eins og þau birtast á vef þess, þar sem kveðið er á um að þeir einir séu kjörgengir til formanns sem greitt hafi félagsgjöld undangengin þrjú ár. Ákvæði sem, ef það reynist gilt, myndi fara langt með að útiloka möguleika Heiðveigar til formannsframboðs í vetur, en skammt er síðan hún tók upp sjómennsku á nýjan leik.

Heiðveig segir ástæðu þess að deilt sé um málið núna vera þá að hún hafi að undanförnu gert sér far um að kynna sér lög félagsins vel. Svo tók hún eftir því að þau voru tekin að breytast, þrátt fyrir að margir mánuðir væru liðnir frá aðalfundi, sem fram fór 28. desember á síðasta ári.

„Í fyrstu geri ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað er að eiga sér stað, ekki fyrr en ég fer inn á vefsafn Landsbókasafns, þar sem geymd eru afrit af vef félagsins eins og hann lítur út hverju sinni. Þar sé ég að búið er að bæta inn í lögin ákvæði um að þeir einir séu kjörgengir til formennsku sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár þar á undan.“

Ákvæðið er enda ekki að finna í afriti sem vefsafn Landsbókasafns tók 19. maí á þessu ári, af vef félagsins.

200 mílur hafa enn fremur undir höndum skjáskot, sem Heiðveig tók af vef félagsins 28. september. Þar er ekki að finna þetta ákvæði.

Nokkrum dögum síðar, eða 2. október, tilkynnti Heiðveig að hún stefndi á framboð til formanns félagsins. Tóku 200 mílur hana tali af því tilefni, og birtist viðtalið í ViðskiptaMogganum og á mbl.is 4. október.

Fimm dögum síðar tók Heiðveig annað skjáskot, sem hún hefur sent 200 mílum. Þar má sjá að ákvæðið hefur bæst við, auk fleiri breytinga, og þannig stendur það í dag.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, tilkynnti í vikunni að hann …
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, tilkynnti í vikunni að hann hygðist ekki bjóða sig fram að nýju. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Algjörlega galið“

Heiðveig segist ekki hafa fengið aðgang að fundargerðum, síst frá síðasta aðalfundi sem fram fór eins og áður sagði 28. desember á síðasta ári.

„Ég hef farið inn á skrifstofuna og beðið um að fá að sjá fundargerðarbækur, en ég fæ það ekki, sem er algjörlega galið. Ég fæ bara þau svör að ég hefði átt að vera á aðalfundinum. Málið er hins vegar að ég fór út á sjó á annan í jólum og kom heim á gamlársdag, þannig að það hefði verið ansi erfitt að mæta á þann fund, og ef það er ekki skilningur fyrir því hjá mínu eigin stéttarfélagi þá veit ég ekki hvar hann er að finna.“

Hún segir að fundargerðirnar ættu vitaskuld að vera opnar öllum félagsmönnum til skoðunar.

„Ég hef ekki fengið að sjá fundargerðina frá fundinum, en ég hef fengið sendar myndir af henni. Ég hef í kjölfarið rakið það mjög vel með gögnum – ég er ekki bara að kasta einhverju fram – að það eru gerðar að minnsta kosti sjö aðrar breytingar á lögunum og allar varða þær kjörgengi. Aðeins eina þeirra er þó að finna í fundargerðinni, en það er sú sem varðar þessa þriggja ára reglu,“ segir Heiðveig.

Ekki hafi verið farið eftir lögum félagsins

„Eftir stendur þessi staðreynd, að lögunum var breytt á vef félagsins um mánaðamótin síðustu. Það verður ekki hrakið. Ekki veit ég hvort menn hafi bara gleymt að vinna úr fundargerðinni eða hvort annað sé þarna að baki, en hvort tveggja er ekki boðlegt okkur félagsmönnum,“ segir hún.

„Merkilegt finnst mér líka, að þeir „harmi þessar alvarlegu ásakanir“ sem þeir segja hafa komið fram í sinn garð, en gera svo lítið sem ekkert til að reka þær til baka og sýna ekki fram á að þeir hafi nokkuð fyrir sér í þessu,“ bætir hún við og heldur áfram:

„Það var aðalfundur í desember á síðasta ári – það er næstum því ár liðið – og þeir telja ekki neina ástæðu til að birta mjög íþyngjandi lagabreytingar, sem hafa þar að auki ekkert fordæmi í nokkru öðru sambærilegu félagi. En það er annar kapítuli út af fyrir sig. Lagabreytinganna er ekki getið í fundarboði, eins og lög kveða á um, og fundargerðin er ekki lögleg þar sem undirskrift fundarritara vantar, eins og lög kveða á um. Þegar allar þessar staðreyndir málsins safnast saman þá er komin ansi rík ástæða til að ætla að verið sé að halda einhverju leyndu,“ segir hún.

Spurð hvað taki nú við segist Heiðveig vissulega vonast til …
Spurð hvað taki nú við segist Heiðveig vissulega vonast til að stjórnarmenn félagsins sjái að sér. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Vill sjá stjórnina segja af sér

„Þetta vekur aðeins upp enn fleiri spurningar, en það koma einfaldlega engin svör. Og að koma svo fram, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb vegna þess eins að fram hefur komið mótframboð, er náttúrulega algjörlega galið.“

Heiðveig bendir enn fremur á að eftir umræddar lagabreytingar séu lögin heldur ekki samkvæm sjálfum sér, enda stangist efni nýja ákvæðisins á við ákvæði 7. greinar laganna, sem kveði á um rétt allra félagsmanna til að vera kjörgengir. Greininni hefur þó verið breytt í lögunum sem birt eru á vef félagsins, en Heiðveig vísar til þess að breytingu á henni megi hvergi finna í fundargerðum. Sú breyting sé því ógild með öllu og nýja ákvæðið nái þannig ekki fullu gildi.

Spurð hvað taki nú við segist Heiðveig vissulega vonast til að stjórnarmenn félagsins sjái að sér.

„Ég bind ákveðnar vonir við að þeir sjái að sér og axli ábyrgð á þessu. Þessi hundavaðsháttur liggur mjög skýrt fyrir og það eru opinber gögn honum til staðfestingar, og í verkalýðsfélögum sem þessu þá á enginn afsláttur að vera gefinn af faglegum vinnubrögðum, sér í lagi þegar það varðar þátttöku okkar félagsmanna. Ég vil sjá stjórnina segja af sér, því þetta er algjörlega óboðlegt að svo mörgu leyti. Ég stefni annars ótrauð á framboð til formanns, held mínu striki og undirbý boðun félagsfundar, sem er æðsta vald félagsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »