Málið gegn Hval fellt niður

„Það er ekki óeðlilegt að biðja um að mál sé …
„Það er ekki óeðlilegt að biðja um að mál sé fellt niður þegar búið er að ganga að öllum okkar kröfum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Mál Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) gegn Hval hf. fyrir Félagsdómi var fellt niður að kröfu VLFA sem upphaflega stefndi Hval hf. Málskostnaður féll niður. Þetta kemur fram í úrskurði Félagsdóms frá 8. október.

„Við það að fara í alla þessa vegferð og endalausar ávirðingar í fjölmiðlum og draga svo málið til baka þá hlaupa þeir burtu. Formaðurinn er fyrir mér eins og físibelgur sem blæs sig út og svo tæmist loftið úr honum og þá hleypur hann burt með skottið á milli lappanna,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.

Málið reis í framhaldi af deilum verkalýðsfélagsins við Hval á liðnu sumri. Verkalýðsfélagið stefndi Hval og krafðist þess í fyrsta lagi að viðurkennt yrði að gildandi kjarasamningur SGS og SA gilti um kjör starfsmanna við hvalvinnslu 2018. Í öðru lagi var þess krafist að viðurkennt yrði að við störf hjá Hval hefði ekkert stéttarfélag eða félagsmenn annars stéttarfélags forgang til starfa umfram Verkalýðsfélag Akraness og félagsmenn þess. Einnig var þess krafist að viðurkennt yrði að Hvalur hefði í aðdraganda og við upphaf hvalvertíðar 2018 brotið gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur með því að starfsmenn ættu aðeins samskipti við Stéttarfélag Vesturlands (SV) og með því að lýsa því yfir að Hvalur myndi einungis greiða stéttarfélagsgjöld til SV og setja það skilyrði að starfsmenn Hvals skyldu ekki vera félagsmenn í verkalýðsfélaginu.

Þá var þess krafist að Hvalur yrði sektaður fyrir lögbrot. Einnig að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Hvals gagnvart verkalýðsfélaginu vegna afskipta af stéttarfélagsaðild starfsmanna og að Hval yrði gert að greiða verkalýðsfélaginu málskostnað.

Ljóslega engin viðurkenning á málatilbúnaði VLFA

Hvalur hf. segir í yfirlýsingu að upphaflegar dómkröfur Verkalýðsfélags Akraness hafi lotið annars vegar að því að „enginn sérkjarasamningur væri í gildi á milli Hvals og Stéttarfélags Vesturlands (SV) varðandi störf í Hvalfirði, þ.ám. forgangsréttur félagsmanna SV til vinnu, heldur lytu ráðningarsamböndin almennum kjarasamningi SGS og SA. Hvalur lýsti því yfir í greinargerð sinni fyrir dómi að enginn ágreiningur væri um þetta atriði að fenginni formlegri afstöðu SV til þess að enginn sérkjarasamningur við SV væri í gildi“.

Hvalur segir að breytt afstaða sín hafi helgast af afstöðu SV en ekki málatilbúnaði verkalýðsfélagsins. Þá hafi verkalýðsfélagið leitað viðurkenningar á því að Hvalur hefði sett það sem skilyrði við ráðningu að starfsmenn væru ekki í verkalýðsfélaginu og að Hvalur yrði dæmdur til refsingar og skaðabóta vegna þess. Því hafi Hvalur hafnað alfarið.

Undir rekstri málsins hafi verkalýðsfélagið krafist niðurfellingar málsins og þannig heykst á því að fá efnisdóm um kröfur sínar, aðrar en málskostnað. Þá segir Hvalur að í úrskurði Félagsdóms felist ljóslega engin viðurkenning á málatilbúnaði Verkalýðsfélags Akraness varðandi meint afskipti Hvals af stéttarfélagsaðild starfsmanna.

VLFA enn í málaferlum

„Það er ekki óeðlilegt að biðja um að mál sé fellt niður þegar búið er að ganga að öllum okkar kröfum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA).

„Við gátum ekki haldið áfram þegar búið var að uppfylla þrjár helstu kröfur okkar. Starfsmönnum Hvals var heimilað að vera í Verkalýðsfélagi Akraness. Það var viðurkennt að kjarasamningur Starfsgreinasambandsins gilti fyrir þessi störf og Hvalur skilaði síðan félagsgjöldum af félagsmönnum sem vildu vera í Verkalýðsfélagi Akraness. Þá stóð eftir ein krafa sem var um skaðabætur vegna þess tjóns sem félagið hafði orðið fyrir. Það var ekki hægt að sýna fram á skaða því það var búið að uppfylla allt. Þetta var fullnaðarsigur í málinu en hafðist ekki fyrr en búið var að vísa málinu til félagsdóms.“

Vilhjálmur sagði að VLFA væri enn í málferlum við Hval hf. og ræki sjö mál fyrir Héraðsdómi Vesturlands til staðfestingar á hæstaréttardómi sem féll VLFA í vil á liðnu sumri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,34 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.856 kg
Ufsi 30 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.904 kg
19.9.24 Sara ÍS 186 Annað - Hvað
Ýsa 539 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 670 kg
19.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 1.997 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 2.066 kg
19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,34 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.856 kg
Ufsi 30 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.904 kg
19.9.24 Sara ÍS 186 Annað - Hvað
Ýsa 539 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 670 kg
19.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 1.997 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 2.066 kg
19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg

Skoða allar landanir »