Engar veiðar á úthafskarfa næstu þrjú ár

Íslenskir sjómenn á karfaveiðum á Reykjaneshrygg.
Íslenskir sjómenn á karfaveiðum á Reykjaneshrygg. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er lagt til að veiðar verði stundaðar á úthafskarfa næstu þrjú árin, samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Ekki er samkomulag um veiðar á karfa á Reykjaneshrygg eða í Grænlandshafi.

Um neðri stofn úthafskarfa segir að hrygningarstofninn hafi minnkað verulega frá því að veiðar úr stofninum hófust í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Frá sama tíma hafi veiðidánartala hækkað mikið og hafi verið mjög há allt frá aldarmótum.

Leiðangrar til að meta stærð stofnsins hafa verið farnir annað hvert ár frá árinu 1999, síðast í ár. Niðurstöður þessara leiðangra sýna að stofninn hefur minnkað jafnt og þétt allt frá því um 1995 og er nú langt undir varúðarmörkum. Jafnframt sýna framreikningar að þótt engar veiðar verði stundaðar næstu þrjú árin muni stofninn áfram verða undir varúðarmörkum í lok þess tímabils, segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.19 328,49 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.19 371,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.19 328,58 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.19 306,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.19 123,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.19 159,34 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.19 214,14 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.19 Guðborg NS-336 Grásleppunet
Grásleppa 757 kg
Þorskur 230 kg
Samtals 987 kg
24.3.19 Natalia NS-090 Grásleppunet
Grásleppa 746 kg
Þorskur 615 kg
Skarkoli 64 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 1.432 kg
24.3.19 Edda NS-113 Grásleppunet
Grásleppa 533 kg
Samtals 533 kg
24.3.19 Dögg SU-118 Lína
Steinbítur 11.364 kg
Þorskur 416 kg
Skarkoli 34 kg
Samtals 11.814 kg

Skoða allar landanir »