Ósamþykkt aukefni í fiskeldisfóðri

Óprófuðu aukefnin reyndust vera í fiskeldisfóðri frá Skretting.
Óprófuðu aukefnin reyndust vera í fiskeldisfóðri frá Skretting. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fóður með aukefni frá Kína sem ekki hefur hlotið samþykki Evrópusambandsins var notað í fiskeldi hér á landi og í dýrafóður í löndum Evrópu. Þegar Matvælastofnun fékk tilkynningu frá ESB var búið að nota fóðrið. Ekki þótti ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana enda neytendum ekki hætta búin.

Aukefnið er B2 vítamín sem framleitt er úr erfðabreyttum bakteríum í Kína. Framleiðslan hefur ekki farið í gegn um öryggisprófun heilbrigðisyfirvalda í Evrópu og því ekki leyfilegt að nota hana í fóður.

Vítamínið er notað sem aukefni í fóður. Tiltölulega lítið magn hefur því áhrif á stóra farma, sennilega yfir milljón tonn alls. Stórt fyrirtæki í Hollandi sem blandar saman aukefnum og selur til fóðurframleiðanda notaði þetta vítamín. Fóðrinu var dreift víða um Evrópu. Þegar málið kom upp voru birgðir innkallaðar.

Hingað kom sending frá norska fóðurframleiðandanum Skretting og var fóðrið notað við fiskeldi hjá tveimur fyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.19 301,37 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.19 347,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.19 254,22 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.19 260,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.19 88,07 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.19 134,54 kr/kg
Djúpkarfi 22.1.19 199,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.19 193,88 kr/kg
Litli karfi 23.1.19 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.19 239,71 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.19 Mummi ST-008 Landbeitt lína
Þorskur 901 kg
Ýsa 457 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.362 kg
23.1.19 Eiður ÍS-126 Dragnót
Ýsa 1.215 kg
Sandkoli 227 kg
Þorskur 203 kg
Skarkoli 45 kg
Samtals 1.690 kg
23.1.19 Siggi Bjartar ÍS-050 Landbeitt lína
Þorskur 813 kg
Ýsa 812 kg
Steinbítur 7 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 1.637 kg
23.1.19 Borgar Sig AK-066 Lína
Þorskur 1.774 kg
Ýsa 968 kg
Steinbítur 5 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 2.751 kg

Skoða allar landanir »