„Nú er komið nóg og þótt fyrr hefði verið“

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

„Í tíu ár hefur starfsfólk og eigendur Vinnslustöðvarinnar, aðrir en Guðmundur Kristjánsson, setið undir endalausum rógburði þeirra Magnúsar Helga Árnasonar. Nú er komið nóg og þótt fyrr hefði verið.

Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og einn eigenda útgerðarinnar, í pistli á vef fyrirtækisins í framhaldi af frétt 200 mílna í ViðskiptaMogganum í dag.

Í þeirri frétt bendir Sigurgeir Brynjar, alla jafna kallaður Binni, á að breska félagið Gordon Trade and Management hafi sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar hafi haft fjár­hags­lega hags­muni af starf­semi þess.

„Yfirlýsing Gordon Trade and Management LLP rekur alla vega ofan í kok Guðmundar Kristjánssonar og erindreka hans endalausar dylgjur og rugl um erlend leynifélög og fjármálamisferli í heilan áratug,“ segir Binni.

Guðmundur Kristjánsson, eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki dottið í hug að biðjast afsökunar

„Sá ljóti leikur hófst með því að lögmaður Guðmundar bar á starfsmann og eiganda VSV í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins á árinu 2008 að sá hefði dregið sé fé í erlendum umboðsviðskiptum með mjöl og lýsi. Sá áburður endaði í rannsóknarbeiðni með tilvísun í minnihlutavernd.“

Segir hann Guðmund Kristjánsson, eiganda Útgerðarfélags Reykjavíkur, forstjóra HB Granda og fyrrverandi hluthafa í Vinnslustöðinni, og Magnús Helga Árnason, lögmann og fyrrverandi stjórnarmann í Vinnslustöðinni í umboði Guðmundar, ekki hafa kynnt sér ársreikninga Vinnslustöðvarinnar betur en raun beri vitni.

Í kjölfarið hafi rannsóknarbeiðnin verið dregin til baka, en eftir hafi setið áburður um misferli. Guðmundi og Magnúsi hafi þá ekki dottið í hug að biðjast afsökunar á mannorðsmeiðingunum, hvorki opinberlega né persónulega.

„Þeirra tími er liðinn í Eyjum“

„Nú kom enn einu sinni fram í stjórn VSV rakalaus þvættingur sem Magnús Helgi klifaði á í umboði Guðmundar og sást ekki fyrir í ákafanum því svo mjög lá á að sverta Vinnslustöðina og mannorð okkar sem stjórnum fyrirtækinu að hann fór að gera sölufyrirtækið GTM í Bretlandi tortryggilegt og nánast rægja það. GTM hefur keypt hefur fisk af mörgum fleiri íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum en Vinnslustöðinni, þar á meðal af HB Granda!“ skrifar Binni.

„Í tíu ár hafa starfsfólk og eigendur Vinnslustöðvarinnar, aðrir en Guðmundur Kristjánsson, setið undir endalausum rógburði þeirra Magnúsar Helga Árnasonar. Nú er komið nóg og þótt fyrr hefði verið. Guðmundur Kristjánsson seldi hlut sinn í Vinnslustöðinni og hefur núna öðrum hnöppum að hneppa en í Vestmannaeyjum. Þeirra tími er liðinn í Eyjum og ég get ómögulega sagt að ég sakni þeirra!“

mbl

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.19 346,52 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.19 408,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.19 340,28 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.19 292,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.19 91,58 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.19 144,91 kr/kg
Djúpkarfi 2.1.19 188,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.19 243,55 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.19 100,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.19 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 834 kg
Ýsa 796 kg
Keila 195 kg
Steinbítur 113 kg
Ufsi 39 kg
Langa 18 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 2.004 kg
15.1.19 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Ufsi 77 kg
Ýsa 19 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Keila 9 kg
Steinbítur 8 kg
Rauðmagi 2 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 134 kg
15.1.19 Bergur VE-044 Botnvarpa
Þorskur 4.350 kg
Samtals 4.350 kg

Skoða allar landanir »