Draga Amber á flóðinu

Amber liggur á sandrifi í Hornafjarðarhöfn.
Amber liggur á sandrifi í Hornafjarðarhöfn. Ljósm/Sverrir Aðalsteinsson

Á flóði klukkan átta í kvöld verður reynt að draga hollenska flutningaskipið Amber, sem steytti á sandrifi í Hornafjarðarhöfn í morgun, af strandstað. Til þess verður notaður dráttarbáturinn Björn lóðs og úr höfnum Fjarðabyggðar er komið hafnsöguskipið Vöttur.

„Skipið liggur á mjúkum og flötum sandbotni og það eru sáralitlar líkur á því að nokkrar skemmdir hafa orðið. Þetta skýrist þó allt á eftir,“ sagði Vign­ir Júlí­us­son, for­stöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við mbl.is.

Um borð í Amber er salt til fisk­vinnslu og er skipið í reglulegum ferðum til Horna­fjarðar.  

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.19 309,50 kr/kg
Þorskur, slægður 19.7.19 364,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.19 312,71 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.19 126,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.19 108,88 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.19 144,08 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 19.7.19 286,72 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.19 Konráð EA-090 Línutrekt
Þorskur 1.314 kg
Samtals 1.314 kg
19.7.19 Jónína EA-185 Línutrekt
Ýsa 1.945 kg
Þorskur 869 kg
Steinbítur 751 kg
Þorskur 169 kg
Skarkoli 13 kg
Ufsi 4 kg
Keila 2 kg
Samtals 3.753 kg
19.7.19 Björn EA-220 Þorskfisknet
Þorskur 1.570 kg
Karfi / Gullkarfi 62 kg
Hlýri 24 kg
Samtals 1.656 kg
19.7.19 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 2.272 kg
Samtals 2.272 kg

Skoða allar landanir »