Gagnrýnir framsetningu formanns NASF

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.
Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish. mbl.is/Árni Sæberg

Laxeldi í sjókvíum er ein umhverfisvænasta aðferðin sem þekkist í dag við framleiðslu á dýrapróteinum og yfir 99% af öllu laxeldi heimsins fylgja þeirri framleiðsluaðferð. Þetta segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish.

Hann gagnrýnir framsetningu Friðleifs Guðmundssonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxa (NASF), í samtali við 200 mílur í síðustu viku og segir hana villandi.

Friðleifur sagði í því viðtali að hvata skorti, af hálfu stjórnvalda, til að stuðla að umhverfisvænna eldi við strendur landsins. Sagði hann þennan skort birtast skýrt í framleiðslu Arctic Fish og benti á að félagið væri að stórum hluta í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon.

„Móðurfélagið er að gera tilraunir með framleiðslu í lokuðum kvíum í Noregi en þegar hingað er komið sleppa þeir því því þeir sjá að þeir þurfa þess ekki. Hefðbundnar opnar kvíar eru ódýr búnaður. Um leið og fyrstu slátruninni er lokið hafa menn greitt upp opnu kvína. En frá markaðssjónarmiðum, ef menn eru á annað borð lítið að spá í umhverfið, þá er skiljanlegt að þeir fari þessa ódýrari leið,“ sagði Friðleifur.

Norway Royal Salmon er stærsti eigandi Arctic Fish.
Norway Royal Salmon er stærsti eigandi Arctic Fish. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Vannýttir bláir akrar

Í samtali við 200 mílur í dag segir Sigurður að sú staðreynd að Norway Royal Salmon, stærsti eigandi Arctic Fish, sé að undirbúa tilraunir með eldi í lokuðum kvíum í Noregi þýði ekki að slíkt geti ekki orðið að veruleika hjá Arctic Fish á Íslandi í framtíðinni.

„Þvert á móti,“ segir hann. „Þess ber þó að geta, að eins og í landeldi þá krefst eldi í lokuðum kvíum mun meiri orku. Gæti það því eins og staðan er í dag ekki flokkast sem „umhverfisvænni“ eldisaðferð að mínu mati.“

Sjóeldi hafi það fram yfir landeldið, fyrir utan það jarðrask sem fylgi landeldinu, að þurfa minni orku til framleiðslunnar. Eldisdýrin séu þá í mun minni þéttleika í sjóeldinu.

„Landeldi er og verður alltaf hluti af eldisframleiðslu fyrir laxeldi en ólíklegt er að það keppi í magni við fiskeldi á vannýttum bláum ökrum hafsins sem þótt þeir spanni yfir þrjá fjórðu hluta heimsins gefa okkur innan við 5% af fæðuframboði heimsins. Það er því ekki að ástæðulausu að alþjóðastofnanir á borð við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna leggja áherslu á uppbyggingu fiskeldis sem góðan valkost til framtíðar.“

Fremst í tilraunum á ófrjóum laxi

Bendir Sigurður á að Ísland sé í raun með mesta landeldi á matfiski í heiminum í dag. „Það er eldisstöð Samherja í Öxarfirði sem framleiðir um eitt þúsund tonn, sem setur Ísland líka í þá sérstöðu að vera með hlutfallslega mestu framleiðslu lax á landi í dag eða um 10% á síðasta ári.“

Norway Royal Salmon, stærsti eigandi Arctic Fish, sé þá líklega fremst fyrirtækja í heiminum hvað varðar þróun tilrauna á ófrjóum laxi. „Lykilorðið hér er þó að hér er enn um að ræða eldi á tilraunastigi. Vissulega hefur átt sér stað jákvæð framþróun og vonandi er þetta möguleiki sem getur opnast frekar í framtíðinni og við fylgjumst mjög náið með þeim framförum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.19 290,94 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.19 340,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.19 297,22 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.19 142,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.19 106,74 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.19 123,28 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 16.7.19 344,94 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.7.19 276,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 364 kg
Hlýri 144 kg
Karfi / Gullkarfi 106 kg
Keila 74 kg
Steinbítur 25 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 725 kg
16.7.19 Brimill SU-010 Handfæri
Þorskur 836 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 842 kg
16.7.19 Bobby 4 ÍS-364 Sjóstöng
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
16.7.19 Hólmi NS-056 Handfæri
Þorskur 698 kg
Samtals 698 kg

Skoða allar landanir »