Stóð alltaf til að finna leiðir til að fjármagna Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Menn fundu leiðir til þess að fjármagna starfsemi Hafrannsóknastofnunar á þann máta að hún stæði á svipuðum slóðum og hún gerði í störfum sínum á árinu 2018,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is.

Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun fyrr í kvöld kom fram að dregið hefur verið úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Hafrannsóknarstofnun í kjölfar stífra fundarhalda sjávarútvegsráðherra með starfsfólki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við mbl.is í gær að allt að tuttugu starfsmönnum yrði sagt upp fyrir lok mánaðar og að rannsóknaskipi stofnunarinnar, Bjarna Sæmundssyni, yrði lagt fyrir fullt og allt.

„Ég hafði aldrei heyrt á það minnst fyrr en í fjölmiðlum að menn væru að ræða það að segja upp tuttugu manns og leggja einu skipi,“ segir Kristján í samtali við mbl.is. Hann segir að alltaf hafi staðið til að finna leiðir til að bæta úr þeim breytingum sem urðu á fjármögnun Hafrannsóknastofnunar.

Bjartsýnn á framhaldið

„Við höfum setið yfir þessu síðustu daga og vikur og afrakstur þeirrar vinnu liggur nú fyrir í þessari niðurstöðu. Okkar bíður þó það verkefni að lagfæra hvernig stofnunin er fjármögnuð þannig að það sé ekki verið að fjármagna varanleg verkefni með tekjustofnum sem fara upp eða niður milli ára. Það er brýnt í mínum huga,“ bætir Kristján við.

Hann segir að hagræðingarkrafa sem gerð er á Hafrannsóknastofnun sé sú sama og gerð er á aðrar stofnanir ríkisins og er hann bjartsýnn að Hafrannsóknastofnun og aðrar stofnanir geti unnið innan þess fjárhagsramma.

„Getum haldið Bjarna Sæmundssyni“

„Þessi niðurstaða sem nú er komin leiðir til þess að við getum haldið Bjarna Sæmundssyni og haldið í okkar ágæta fólk. Það er ljóst að við þurfum að taka hagræðingarkröfum eins og aðrar ríkisstofnanir og síðan að afla tekna. Í haust munum við leigja frá okkur Árna Friðriksson, þannig það brúar bilið í ár,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar í kvöldfréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann sagði jafnframt aðspurður að Hafrannsóknastofnun kæmist þokkalega frá hagræðingunni.

Samkvæmt heimildum RÚV er unnið að lausn sem miðar að því að stofnunin fái framlag úr ríkissjóði í stað 140 milljóna króna sem áttu að koma úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, segir að stofnunin komist þokkalega frá ...
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, segir að stofnunin komist þokkalega frá hagræðingarkröfum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.19 457,84 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.19 345,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.19 326,20 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.19 347,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.12.19 124,12 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.19 111,32 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.19 329,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.19 207,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.19 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 2.851 kg
Ýsa 698 kg
Keila 85 kg
Steinbítur 70 kg
Samtals 3.704 kg
11.12.19 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 1.450 kg
Þorskur 896 kg
Keila 138 kg
Karfi / Gullkarfi 44 kg
Steinbítur 2 kg
Langa 1 kg
Samtals 2.531 kg
10.12.19 Kleifaberg RE-070 Botnvarpa
Lúða 73 kg
Samtals 73 kg
10.12.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 284 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 357 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.19 457,84 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.19 345,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.19 326,20 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.19 347,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.12.19 124,12 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.19 111,32 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.19 329,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.19 207,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.19 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 2.851 kg
Ýsa 698 kg
Keila 85 kg
Steinbítur 70 kg
Samtals 3.704 kg
11.12.19 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 1.450 kg
Þorskur 896 kg
Keila 138 kg
Karfi / Gullkarfi 44 kg
Steinbítur 2 kg
Langa 1 kg
Samtals 2.531 kg
10.12.19 Kleifaberg RE-070 Botnvarpa
Lúða 73 kg
Samtals 73 kg
10.12.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 284 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 357 kg

Skoða allar landanir »