Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

Enginn lax slapp út um gatið.
Enginn lax slapp út um gatið.

„Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær.

Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar og uppgötvaðist við skoðun kafara. Gert var við gatið á þriðjudag. Gatið var 15 cm á breidd og 50 cm á hæð og því þótti ekki óhugsandi að fiskur hefði komist úr kvínni. Í henni voru um 157 þúsund laxar að meðalþyngd 1,3 kg.

Kjartan sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að fyrirtækið hefði fylgt verkreglum þegar tilvik sem þetta kæmu upp. Í dag yrði áfram unnið að málinu með Matvælastofnun.

„Við sjáum ekki frávik í fóðri á lífmassa og höfum hvorki séð breytt atferli né líf utan kvíanna,“ segir Kjartan. „Við fyrstu sýn hafa þetta verið góðar fréttir.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.19 302,90 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.19 350,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.19 249,21 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.19 248,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.19 113,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.19 133,83 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.19 241,11 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.2.19 134,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.19 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 279 kg
Ýsa 47 kg
Karfi / Gullkarfi 27 kg
Keila 25 kg
Samtals 378 kg
21.2.19 Friðrik Sigurðsson ÁR-017 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 12.356 kg
Samtals 12.356 kg
21.2.19 Páll Helgi ÍS-142 Dragnót
Skarkoli 297 kg
Steinbítur 70 kg
Sandkoli 60 kg
Þorskur 24 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 10 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 462 kg
21.2.19 Jóhanna G ÍS-056 Landbeitt lína
Þorskur 2.809 kg
Ýsa 336 kg
Steinbítur 225 kg
Samtals 3.370 kg

Skoða allar landanir »