Dagbækur Hvals ekki til Fiskistofu

Hvalur hf. fékk nýtt veiðileyfi í febrúar og gildir það ...
Hvalur hf. fékk nýtt veiðileyfi í febrúar og gildir það til ársins 2023. mbl.is/Ómar

Hvalur hf. á enn eftir að veita Fiskistofu aðgang að dagbók skipstjóra við langreyðarveiðar frá árinu 2014 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í leyfi fyrirtækisins fyrir veiðum á langreyðum. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að Fiskistofa hafi engin þvingunarúrræði til að krefja fyrirtækið um dagbækurnar.

Fjallað var um það í Fréttablaðinu nýverið að sú nýjung, að skipstjórum bæri að halda dagbækur og fyrirtækinu væri skylt að senda afrit af þeim til Fiskistofu, var komið á árið 2014. Fiskistofa hafi hins vegar ekki áttað sig á þessari breytingu á veiðileyfi Hvals fyrr en nýverið og reynir því nú að fá afrit af dagbókum síðustu fimm ára. 

Nýtt veiðileyfi Hvals hf. var gefið út í febrúar síðastliðnum og gildir til ársins 2023.

Frétt Fréttablaðsins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 109,80 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.19 Sandfell SU-075 Lína
Steinbítur 2.907 kg
Þorskur 460 kg
Ýsa 23 kg
Keila 15 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 3.415 kg
18.4.19 Kristín ÓF-049 Grásleppunet
Grásleppa 967 kg
Samtals 967 kg
18.4.19 Norðurljós NS-040 Grásleppunet
Grásleppa 1.709 kg
Þorskur 42 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 1.758 kg
18.4.19 Lágey ÞH-265 Grásleppunet
Grásleppa 3.182 kg
Þorskur 226 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 3.454 kg

Skoða allar landanir »