Strandveiðibátum fjölgar en veiðin misjöfn

Nokkrar sveiflur eru í veiðum á milli svæða.
Nokkrar sveiflur eru í veiðum á milli svæða. mbl.is/Sigurður Ægisson

400 bátar eru nú komnir með heimild til strandveiða hringinn í kringum landið, og hefur þeim fjölgað um 10% miðað við sama tíma á síðasta ári. Af þessum bátum hafa 328 hafið veiðar og landað hátt í 500 tonnum.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Segir þar að nokkrar sveiflur séu í veiðum á milli svæða miðað við upphaf strandveiða á síðasta ári. Þannig höfðu bátar á svæði D, það er frá Hornafirði að Borgarbyggð, bætt verulega við sig þegar staðan var tekin út í gær.

Afli þar var þá kominn í 150 tonn miðað við 82 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin er sögð skýrast af fleiri róðrum, sem endurspegli tíðarfar á þessum tíma.

Af sömu ástæðum séu aflatölur á svæði A, það er frá Eyja- og Miklaholtshreppi að Súðavíkurhreppur, mun lægri nú en í fyrra.

Sjá töflu á vef sambandsins

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.5.19 285,33 kr/kg
Þorskur, slægður 24.5.19 334,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.5.19 335,53 kr/kg
Ýsa, slægð 24.5.19 255,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.5.19 101,03 kr/kg
Ufsi, slægður 24.5.19 136,10 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 24.5.19 112,86 kr/kg
Litli karfi 22.5.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.5.19 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.19 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 1.258 kg
Ýsa 144 kg
Steinbítur 95 kg
Langa 75 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Hlýri 6 kg
Skarkoli 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.599 kg
25.5.19 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 319 kg
Hlýri 148 kg
Ýsa 92 kg
Keila 77 kg
Steinbítur 19 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 674 kg
25.5.19 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 1.091 kg
Hlýri 157 kg
Keila 20 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.284 kg

Skoða allar landanir »