Aflamarki í makríl hefur verið úthlutað

Makríll dreginn úr sjó.
Makríll dreginn úr sjó. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Leyfilegur heildarafli í makríl á þessu ári nemur samtals 140.240 tonnum og hefur 80% aflamarksins nú verið úthlutað til bráðabirgða.

Samkvæmt reglugerð sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út verða til úthlutunar á grundvelli hlutdeilda samtals 127.307 tonn. 7.433 tonn verða boðin á skiptimarkaði og svo verða 4.000 tonn boðin handfærabátum gegn gjaldi. Loks verða 1.500 tonn framseld til rússneskra skipa samkvæmt tvíhliða samningi ríkjanna.

Fiskistofa hefur í dag úthlutað hlutdeildum í makríl í samræmi við þetta, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni. Segir í henni að stofnunin muni eigi síðar en 10. ágúst senda útgerðum skipa tilkynningar um endanlega aflahlutdeild skipa þeirra í makríl. Frestur til að koma athugasemdum á framfæri við stofnunina er til 10. júlí.

Vilhelm Þorsteinsson, skip Samherja.
Vilhelm Þorsteinsson, skip Samherja. mbl.is/Þorgeir Baldursson.

Vilhelm, Víkingur, Huginn og Aðalsteinn Jónsson

Samkvæmt lauslegri skoðun 200 mílna virðist sem Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, fái mest úthlutað eða rúm 7,3% af úthlutuðu aflamarki. Þar á eftir er Víkingur AK, skip HB Granda, með rúmlega 7% hlutdeild. Huginn VE, sem Huginn ehf. gerir út, fær tæplega 6,4% hlutdeild, og Aðalsteinn Jónsson SU, skip Eskju, fær rúmlega 6,2% hlutdeild.

Ekki heimilt að millifæra

Hér má sjá aflastöðulista þar sem fram kemur úthlutunin á hvert skip ásamt flutningi á ónýttum aflaheimildum úr pottakerfi síðasta árs, en þær falla undir dálkinn „sérstakar úthlutanir“.

Fiskistofa vekur athygli á að ekki er heimilt að millifæra hlutdeildir eða aflamark í makríl fyrr en endanleg úthlutun hefur farið fram.

Listi yfir skiptingu hlutdeilda í makríl og skiptingu skipa í  A- og B-flokk.

Aflahlutdeild í makríl er sögð skiptast í tvo flokka, A- og B-flokk. Í A-flokki er hlutdeild úthlutað á grundvelli veiðireynslu með öðrum veiðar­færum en línu og handfærum. Í B-flokki er hlutdeild úthlutað á grundvelli veiðireynslu með línu og handfærum. 

Sjá nánar á vef Fiskistofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »