„Ekki séð svona flotta mynd af þessu“

Aurugir jakar á borð við þennan hafa gefið vísindamönnum mikilvægar …
Aurugir jakar á borð við þennan hafa gefið vísindamönnum mikilvægar upplýsingar um veðurfar til forna. mbl.is/Eggert

„Ég hef aldrei séð svona mikið set á einum jaka,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um ísjakann sem fyrir augu ber á ljósmyndinni hér að ofan.

Friðrik Höskuldsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, sem flogið hefur ótalmargar eftirlitsferðir yfir hafís, tekur í sama streng.

Myndin var tekin þegar blaðamaður og ljósmyndari slógust í för með áhöfninni á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, í ískönnunarflug norðvestur af landinu á þriðjudag.

Friðrik horfir yfir hafísinn út um glugga TF-SIF.
Friðrik horfir yfir hafísinn út um glugga TF-SIF. mbl.is/Eggert

Ingibjörg segir ljóst að ísjakinn sé byrjaður að bráðna og dreifa setinu í hafið.

„Ljósari tónar á blálituðu hafinu sýna þetta vel. Þetta er borgarísjaki, væntanlega frá Norðaustur-Grænlandi þar sem jöklar ganga í sjó fram. Stundum brotna jakarnir beint af jöklinum í hafið og eru þá tiltölulega óreglulegir í lögun,“ segir hún.

„Í öðrum tilfellum byrjar jökullinn fyrst að fljóta á hafinu án þess að tengslin við jökulinn á landi slitni. Þá myndast svokallaðar íshellur sem eru reglulegri í lögun, gjarnan kubbalaga og flatar að ofan. Að lokum brotnar íshellan upp og sigling jakanna hefst.“

Hafísbreiðan er í hafinu norðvestur af Vestfjörðum.
Hafísbreiðan er í hafinu norðvestur af Vestfjörðum. mbl.is/Eggert

Óvenjuaurugur miðað við nálægð við landið

„Síðarnefndu jakarnir eru stöðugri á reki sínu, geta orðið mörg hundruð metrar á kant og tugir metra á þykkt. Með þeim berst set af landi langt út á sjó: Hnullungar, möl, sandur og einnig mun fíngerðara efni. Stundum er þetta efni sem jökullinn hefur gripið með á leið sinni um landið, vegna rofs, en í öðrum tilfellum berst efnið eftir á ofan á íshelluna, til dæmis frá fjallshlíðum í grænlenskum fjörðum, með skriðum eða leysingavatni.“

Ingibjörg bendir á að jakinn sé tiltölulega reglulegur að lögun. Hann hafi verið flatur en sé farinn að halla vegna bráðnunar undir yfirborði sjávar.

Og þó að þetta sé þekkt fyrirbæri, þ.e. jakar með miklu seti, minnist hún þess ekki að hafa séð svona aurugan jaka jafn nálægt landinu. Jakar á borð við þennan gegni einmitt mikilvægu hlutverki við rannsóknir á veðurfarssögu undanfarinna árþúsunda.

Setið sem fellur fjarri landi er jafnan fínkornótt.
Setið sem fellur fjarri landi er jafnan fínkornótt. mbl.is/Eggert

Hefur töluvert að segja fyrir fræðin

„Þetta er sérstaklega áhugaverð mynd í ljósi þess að í fornloftslagsfræðum, það er þegar verið er að kanna hvernig veðurfar hefur verið síðustu árþúsundin, hafa jakar á borð við þennan töluvert að segja,“ segir hún og útskýrir nánar:

„Ein aðferð við að meta sveiflur í veðurfari fyrri tíma felst í því að teknir eru borkjarnar af hafsbotni. Almennt er setið sem fellur til botns fjarri landi mjög fínkornótt, því stærri molarnir falla hraðar – og þar með nær landi – til botns. Ef stærri agnir finnast innan um örfín leirkorn á hafsbotni er hægt að draga þá ályktun að þær hafi borist með ís svo langt á haf út, eins og einmitt í þessu tilfelli.

Og að sjá þessa mynd, þar sem þetta sést svart á hvítu og setið sjálft er svona yfirgengilega mikið – ég hef ekki séð svona flotta mynd af þessu fyrirbæri.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »