Verðmæti aflans nam 128 milljörðum

Í tonnum talið veiddist mest af uppsjávarfiski.
Í tonnum talið veiddist mest af uppsjávarfiski. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslensk skip lönduðu tæplega 1.259 þúsund tonnum af afla á síðasta ári, um 79 þúsund tonnum meira en árið áður. Aflaverðmæti ársins nam enn fremur 128 milljörðum króna og jókst um 15,6% á milli ára.

Verðmæti aflans eykst því meira en sá afli sem landað er, en aflaaukningin nemur 7% samanborið við 15,6% aukningu aflaverðmætis.

Að því er fram kemur á vef Hagstofu veiddust alls rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski, sem er 51 þúsund tonnum meira en árið 2017. Aflaverðmæti botnfiskafla nam tæpum 91 milljarði króna árið 2018 og jókst um 17,9% frá fyrra ári. Þorskur er sem fyrr verðmætasta fisktegundin með aflaverðmæti upp á rúma 57 milljarða króna.

Í tonnum talið veiddist mest af uppsjávarfiski, en árið 2018 veiddust tæplega 739 þúsund tonn, eða 20,5 þúsund tonnum meira en árið 2017. Mest veiddist af kolmunna, eða tæp 300 þúsund tonn, á meðan samdráttur varð í veiðum á síld, loðnu og makríl. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 2,6% miðað við fyrra ár og var 24,4 milljarðar króna árið 2018.

Af flatfiski veiddust rúmlega 27 þúsund tonn árið 2018, sem er 23,6% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti flatfiskafurða jókst um 35,6% miðað við árið 2017. Löndun á skelfiski og krabbadýrum var tæplega 12.500 tonn árið 2018 sem er magnaukning um 18,3% frá árinu áður. Verðmæti skel- og krabbaafla jókst um 7,2% miðað við 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,01 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,01 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »