Fengu þúsund tonn á 34 tímum

Venus NS að veiðum. Mynd úr safni.
Venus NS að veiðum. Mynd úr safni.

„Þetta gekk vel hjá okkur. Það er mjög mikil ferð á makrílnum og aðalgangan er nú komin austur í Síldarsmugu. Það hefur verið dagamunur á veiðinni en heilt yfir hafa aflabrögð verið góð og allt gengið vel.“

Þetta segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS, en von er á uppsjávarveiðiskipinu til Vopnafjarðar seint í kvöld eða nótt með heil 1.000 tonn af makríl. Aflinn fékkst í fjórum holum og á aðeins 34 klukkustundum, að því er fram kemur á vef HB Granda.

Segir þar að á Vopnafirði sé fyrir Víkingur AK og Venus nær því ekki að landa fyrr en síðdegis á morgun.

Færeysk, rússnesk og grænlensk skip að veiðum.

Að sögn Bergs er makríllinn í Síldarsmugunni á sama tíma í ár og verið hefur en sá munur er á úthaldinu að veiðin var betri nú í íslensku lögsögunni og stóð lengur en menn hafa átt að venjast.

„Þetta er fínn fiskur. Makríllinn þarna úti er heldur smærri en sá sem við veiddum hér heima en meðalvigtin er þrátt fyrir það 450 til 460 grömm. Auk okkar Íslendinganna eru aðallega færeysk, rússnesk og grænlensk skip að veiðum en fjöldinn er misjafn eftir því hvort skipin eru í löndun eða á veiðisvæðinu.“

Heimsiglingin hefur verið róleg. 340 sjómílur voru til Vopnafjarðar frá þeim stað þar sem híft var í síðasta sinn og vitað var af væntanlegri löndunarbið á Vopnafirði.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.9.19 367,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.19 421,09 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.19 265,64 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.19 236,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.19 147,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.19 112,00 kr/kg
Djúpkarfi 22.8.19 123,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.19 249,40 kr/kg
Litli karfi 28.8.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.9.19 245,45 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.19 Patrekur BA-064 Lína
Tindaskata 2.269 kg
Þorskur 550 kg
Hlýri 248 kg
Keila 207 kg
Karfi / Gullkarfi 126 kg
Ýsa 20 kg
Langa 11 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 3.441 kg
22.9.19 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 725 kg
Skarkoli 605 kg
Ufsi 362 kg
Þorskur 189 kg
Steinbítur 24 kg
Lúða 9 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 6 kg
Samtals 1.920 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.9.19 367,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.19 421,09 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.19 265,64 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.19 236,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.19 147,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.19 112,00 kr/kg
Djúpkarfi 22.8.19 123,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.19 249,40 kr/kg
Litli karfi 28.8.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.9.19 245,45 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.19 Patrekur BA-064 Lína
Tindaskata 2.269 kg
Þorskur 550 kg
Hlýri 248 kg
Keila 207 kg
Karfi / Gullkarfi 126 kg
Ýsa 20 kg
Langa 11 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 3.441 kg
22.9.19 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 725 kg
Skarkoli 605 kg
Ufsi 362 kg
Þorskur 189 kg
Steinbítur 24 kg
Lúða 9 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 6 kg
Samtals 1.920 kg

Skoða allar landanir »