Mokveiði skammt austur af landinu

Líklega hefur verið síldarveisla víða, enda mokveiði.
Líklega hefur verið síldarveisla víða, enda mokveiði. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

„Það er búin að vera mokveiði af síld þarna fyrir austan alveg rosalega stór hol. Það er búin að vera ágætis veiði þar, jafnvel of mikið af því góða,“ segir Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá Brimi, í samtali við 200 mílur. Hann segir að Víkingur AK-100 hafi verið að landa um eitt þúsund tonnum í gær. „Þetta gengur vel og ekki yfir neinu að kvarta.“

Það er ekki bara hjá Brimi sem mokast inn síldin. Á vef Síldarvinnslunnar segir að skipin hafi verið að fá stór hol eftir að hafa dregið stutt. Til að mynda fékk Beitir NK 1.320 tonn eftir að hafa dregið í 40 mínútur á sunnudag.

Víkingur AK á siglingu.
Víkingur AK á siglingu. Ljósmynd/Brim hf.

Þá lét Börkur NK úr höfn í dag en beið með að hefja veiðar þar sem þurfti að stýra veiðum í samræmi við afkastagetu fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar, að sögn Hálfdanar Hálfdanarsonar skipstjóra. Var verið að vinna 1.200 tonn af síld úr Margréti EA þegar Börkur NK lagði úr höfn.

„Þetta eru stórir farmar og það tekur 30-36 klukkustundir að vinna hvern farm. Það hefur yfirleitt verið auðvelt að ná í síldina að undanförnu. Lóðningarnar hafa verið sterkar og þær hlaupa saman annað slagið. Nú líður væntanlega að því að síldin fari að ganga frá landinu og þá þarf að elta hana austur í haf. Síldin sem fengist hefur hér austur af landinu að undanförnu er stór og yfir 380 grömm að þyngd að meðaltali. Þetta er ábyggilega úrvalssíld til vinnslu. Heyrst hefur að færeysk skip séu að veiða síld hér norður í hafinu sem er enn stærri, eða um 450 grömm. Það virðist vera mikið af síld á ferðinni hér við land núna,“ er haft eftir Hálfdani á vef Síldarvinnslunnar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.19 404,39 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.19 370,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.19 291,49 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.19 311,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.19 164,17 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.19 184,96 kr/kg
Djúpkarfi 30.9.19 231,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.19 259,30 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.10.19 225,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 778 kg
Þorskur 132 kg
Keila 86 kg
Karfi / Gullkarfi 50 kg
Hlýri 22 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.071 kg
15.10.19 Sólrún EA-151 Lína
Ýsa 2.787 kg
Þorskur 1.793 kg
Ufsi 37 kg
Steinbítur 20 kg
Lýsa 14 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 4.653 kg
15.10.19 Guðrún GK-047 Lína
Þorskur 4.303 kg
Ýsa 60 kg
Steinbítur 10 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 4.377 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.19 404,39 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.19 370,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.19 291,49 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.19 311,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.19 164,17 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.19 184,96 kr/kg
Djúpkarfi 30.9.19 231,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.19 259,30 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.10.19 225,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 778 kg
Þorskur 132 kg
Keila 86 kg
Karfi / Gullkarfi 50 kg
Hlýri 22 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.071 kg
15.10.19 Sólrún EA-151 Lína
Ýsa 2.787 kg
Þorskur 1.793 kg
Ufsi 37 kg
Steinbítur 20 kg
Lýsa 14 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 4.653 kg
15.10.19 Guðrún GK-047 Lína
Þorskur 4.303 kg
Ýsa 60 kg
Steinbítur 10 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 4.377 kg

Skoða allar landanir »