Telja samningslaust Brexit stöðva fiskútflutning

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hlaut gagnrýni hagsmunaaðila úr sjávarútveginum fyrir ...
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hlaut gagnrýni hagsmunaaðila úr sjávarútveginum fyrir að hafa ekki tryggt þarfir greinarinnar við samningslaust Brexit. AFP

Útflutningur sjávarafurða frá Bretlandi til Evrópusambandsríkja gæti stöðvast innan 48 tíma í kjölfar samningslausrar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, að því er fram kom á fundi sérfræðinga og hagsmunaaðila með þingnefnd breska þingsins í gær.

Fram kemur í umfjöllun Guardian að vandinn tengist meðal annars skorti á vottunaraðilum sem geta tryggt að breskar sjávarafurðir geti uppfyllt innflutningskröfur sambandsins.

Var þingnefndinni bent á að um 50 vörubílar sem aka með skelfisk til Evrópusambandsins frá Bretlandi munu þurfa að hafa fjórar mismunandi vottanir til þess að flutningur geti átt sér stað ef Bretland yfirgefur sambandið án útgöngusamnings. Meðal annars upprunavottun og heilsufarsvottun. Þá gætu bílstjórar einnig þurft að búa yfir starfsleyfisbréfum.

Talsverður undirbúningur hefur verið í Calais vegna Brexit.
Talsverður undirbúningur hefur verið í Calais vegna Brexit. AFP

Tafir vegna þessa gætu myndast, en um 10 þúsund vörubílar ferðast frá Dover í Bretlandi til Calais í Frakklandi á hverjum degi. Afleiðingar tafa gætu þannig haft skaðleg áhrif á flutning á fersku sjávarfangi. Þingmönnum var einnig kynntur skortur á starfsfólki heilbrigðiseftirlits og dýralæknum til þess að framkvæma vottanirnar.

„Öll ferskvara er er háð tíma. Lifandi skelfiskur er mjög háður tíma. Bílfarmar af deyjandi eða dauðum humar eru ekki góðar fréttir,“ sagði David Jarrad, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka breskra skelfiskútgerða (Shellfish Association of Great Britain).

Terri Portmann, ráðgjafi í sjávarútvegsmálum, gagnrýndi sérstaklega ríkisstjórn Boris Johnsons fyrir að hafa ekki undirbúið með nægilegum hætti viðbrögð við samninglausri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.19 403,11 kr/kg
Þorskur, slægður 21.10.19 425,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.10.19 289,07 kr/kg
Ýsa, slægð 21.10.19 266,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.19 155,97 kr/kg
Ufsi, slægður 21.10.19 184,53 kr/kg
Djúpkarfi 21.10.19 216,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.19 230,94 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.10.19 257,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.10.19 Tindur ÁR-307 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 6.427 kg
Samtals 6.427 kg
21.10.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 79 kg
Samtals 79 kg
21.10.19 Fjóla SH-007 Plógur
Pílormur 1.990 kg
Samtals 1.990 kg
21.10.19 Pálína Ágústsdóttir EA-085 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 396 kg
Steinbítur 48 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 13 kg
Grálúða / Svarta spraka 7 kg
Samtals 496 kg
21.10.19 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 4.607 kg
Ýsa 2.313 kg
Langa 682 kg
Keila 335 kg
Steinbítur 35 kg
Ufsi 29 kg
Lýr 5 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 8.011 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.19 403,11 kr/kg
Þorskur, slægður 21.10.19 425,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.10.19 289,07 kr/kg
Ýsa, slægð 21.10.19 266,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.19 155,97 kr/kg
Ufsi, slægður 21.10.19 184,53 kr/kg
Djúpkarfi 21.10.19 216,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.19 230,94 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.10.19 257,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.10.19 Tindur ÁR-307 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 6.427 kg
Samtals 6.427 kg
21.10.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 79 kg
Samtals 79 kg
21.10.19 Fjóla SH-007 Plógur
Pílormur 1.990 kg
Samtals 1.990 kg
21.10.19 Pálína Ágústsdóttir EA-085 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 396 kg
Steinbítur 48 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 13 kg
Grálúða / Svarta spraka 7 kg
Samtals 496 kg
21.10.19 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 4.607 kg
Ýsa 2.313 kg
Langa 682 kg
Keila 335 kg
Steinbítur 35 kg
Ufsi 29 kg
Lýr 5 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 8.011 kg

Skoða allar landanir »