Skipverjarnir mjög þrekaðir

Sigurður Þórarinsson skipstjóri á Leyni.
Sigurður Þórarinsson skipstjóri á Leyni.

„Skipverjar voru orðnir mjög þrekaðir þegar við komum að svo ekki mátti tæpara standa. Þeir lágu ofan á björgunarbátnum sem var á hvolfi í sjónum,“ segir Sigurður Þórarinsson, skipstjóri á togbátnum Leyni SH. Mannbjörg varð þegar Blíða SH sökk norður af Langeyjum á Breiðafirði um hádegisbil í gær.

Skipverjar á Leyni fengu boð frá Landhelgisgæslunni klukkan 11.45 um að svipast um eftir Blíðu, sem þá var horfin af ratsjá. Sjálfvirkt neyðarkall barst örskömmu síðar og þá var allt sett á fulla ferð.

„Við vorum við Bjarneyjar og settum á fullt stím til suðurs. Þegar að var komið létum við reka að björgunarbátnum og kipptum mönnunum þremur um borð. Þeir voru þá orðnir mjög kaldir enda höfðu þeir ekkert ráðrúm haft til að komast í björgunargalla. Báturinn bókstaflega sökk undan fótum þeirra,“ segir Sigurður Þórarinsson.

Hæg NA-nátt var á Breiðafirði þegar þetta gerðist og hiti um frostmark. „Vindur og sjólag sökktu ekki bátnum. Þar kemur eitthvað annað til sem mun skýrast við rannsókn,“ segir Sigurður. Skipverjar á Blíðu voru af erlendum uppruna; tveir Lettar og sá þriði Lithái. Leynir SH kom með þá inn til Stykkishólms um kl. 14 og voru mennirnir þrír þá fluttir til læknisskoðunar. Tveir voru útskrifaðir fljótlega en sá þriðji þurfti frekari aðhlynningar við vegna kælingar.

Blíða SH var 61 tonns bátur, smíðaður árið 1971 og stækkaður 1988. Báturinn var í eigu Royal Iceland ehf. og var á beitukóngsveiðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »