Skipverjarnir mjög þrekaðir

Sigurður Þórarinsson skipstjóri á Leyni.
Sigurður Þórarinsson skipstjóri á Leyni.

„Skipverjar voru orðnir mjög þrekaðir þegar við komum að svo ekki mátti tæpara standa. Þeir lágu ofan á björgunarbátnum sem var á hvolfi í sjónum,“ segir Sigurður Þórarinsson, skipstjóri á togbátnum Leyni SH. Mannbjörg varð þegar Blíða SH sökk norður af Langeyjum á Breiðafirði um hádegisbil í gær.

Skipverjar á Leyni fengu boð frá Landhelgisgæslunni klukkan 11.45 um að svipast um eftir Blíðu, sem þá var horfin af ratsjá. Sjálfvirkt neyðarkall barst örskömmu síðar og þá var allt sett á fulla ferð.

„Við vorum við Bjarneyjar og settum á fullt stím til suðurs. Þegar að var komið létum við reka að björgunarbátnum og kipptum mönnunum þremur um borð. Þeir voru þá orðnir mjög kaldir enda höfðu þeir ekkert ráðrúm haft til að komast í björgunargalla. Báturinn bókstaflega sökk undan fótum þeirra,“ segir Sigurður Þórarinsson.

Hæg NA-nátt var á Breiðafirði þegar þetta gerðist og hiti um frostmark. „Vindur og sjólag sökktu ekki bátnum. Þar kemur eitthvað annað til sem mun skýrast við rannsókn,“ segir Sigurður. Skipverjar á Blíðu voru af erlendum uppruna; tveir Lettar og sá þriði Lithái. Leynir SH kom með þá inn til Stykkishólms um kl. 14 og voru mennirnir þrír þá fluttir til læknisskoðunar. Tveir voru útskrifaðir fljótlega en sá þriðji þurfti frekari aðhlynningar við vegna kælingar.

Blíða SH var 61 tonns bátur, smíðaður árið 1971 og stækkaður 1988. Báturinn var í eigu Royal Iceland ehf. og var á beitukóngsveiðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.19 330,33 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.19 328,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.19 245,03 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.19 262,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.19 122,14 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.19 186,61 kr/kg
Djúpkarfi 24.10.19 250,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.19 241,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.11.19 279,70 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.19 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 407 kg
Samtals 407 kg
14.11.19 Þristur BA-036 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 3.343 kg
Samtals 3.343 kg
14.11.19 Oddur Á Nesi ÓF-176 Línutrekt
Þorskur 3.976 kg
Ýsa 421 kg
Keila 45 kg
Karfi / Gullkarfi 35 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 4.491 kg
14.11.19 Kristinn SH-812 Landbeitt lína
Þorskur 7.489 kg
Ýsa 2.601 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 16 kg
Skarkoli 4 kg
Langa 4 kg
Lýsa 3 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 10.161 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.19 330,33 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.19 328,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.19 245,03 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.19 262,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.19 122,14 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.19 186,61 kr/kg
Djúpkarfi 24.10.19 250,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.19 241,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.11.19 279,70 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.19 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 407 kg
Samtals 407 kg
14.11.19 Þristur BA-036 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 3.343 kg
Samtals 3.343 kg
14.11.19 Oddur Á Nesi ÓF-176 Línutrekt
Þorskur 3.976 kg
Ýsa 421 kg
Keila 45 kg
Karfi / Gullkarfi 35 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 4.491 kg
14.11.19 Kristinn SH-812 Landbeitt lína
Þorskur 7.489 kg
Ýsa 2.601 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 16 kg
Skarkoli 4 kg
Langa 4 kg
Lýsa 3 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 10.161 kg

Skoða allar landanir »