Róbótinn kann að handleika fiskinn

Kristján Ármannsson hjá Samey segir að næsta stóra skrefið í ...
Kristján Ármannsson hjá Samey segir að næsta stóra skrefið í róbotavæðingu verði svokallaðir samvinnuróbótar sem geta unnið innan um fólk og þurfa ekki að vera geymdir innan öryggisgirðingar. mbl.is/Hari

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru rétt að byrja að nýta sér möguleika róbótatækni. Enginn vafi er á að þessar óþreytandi undravélar munu smám saman ná meiri útbreiðslu og gæti jafnvel verið að einn daginn snerti mannshöndinn aldrei fiskinn, allt frá því hann kemur úr netinu og þar til hann er kominn, snyrtur og fínn, í kassa ofan á bretti.

Kristján Ármannsson, yfirmaður tæknilegra lausna hjá Samey, mun halda erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni næstkomandi fimmtudag þar sem hann fjallar um það hlutverk sem róbótar munu leika í sjálfvirknivæðingu sjávarútvegsins.

Samey varð 30 ára í fyrra og hefur frá upphafi sérhæft sig í stýrilausnum fyrir iðnað. Fyrirtækið hefur um 20 ára reynslu af róbótalausnum og hefur í dag sett upp hér um bil 120 róbóta, en þar af er helmingurinn í notkun hjá norskum laxeldisfyrirtækjum. „Eins og oft vill verða gerðist það fyrir hálfgerða tilviljun að við hófum að bjóða upp á róbóta fyrir sjávarútveg og fiskeldi. Við vorum fengin til að setja upp kerfi hjá laxeldisstöð í Færeyjum sem svo fór á hausinn og var róbótinn þeirra seldur notaður til Noregs. Þar reyndist hann vel og hægt og rólega hjálpaði orðsporið til að búa til ágætis markað fyrir okkur þar í landi.“

Vinna sem þætti einhæf og slítandi

Róbótarnir hafa einkum verið notaðir til að stafla kössum á bretti enda henta þessi tæki vel til að lyfta þungum hlutum og síendurtaka sömu hreyfinguna. „Hjá norskri fiskeldisstöð getur þetta verið óskaplegt magn af laxi sem fer í gegnum vinnsluna og algengt að hver stöflunarróbóti raði í kringum 10.000 kössum á dag. Myndi þurfa tölvuerðan mannskap til að stafla sama fjölda af kössum auk þess að um er að ræða líkamlega erfiða, einhæfa og slítandi vinnu sem fáir eru viljugir að taka að sér,“ útskýrir Kristján.

En það væri hægt að láta róbótana gera fleira, og sér Kristján fyrir sér að röð róbóta við snyrtilínu gæti t.d. skorið orma og skemmdir úr flökum. „Nú þegar er hægt að nýta róbótaarma til að raða fiskflökum og -bitum ofan í kassa. Er þá tölvusjón notuð til að greina stærð, þyngd og lögun flaksins á færibandinu og tekur róbótinn bitann síðan blíðlega upp og leggur ofan í öskju eftir ákveðnum reglum svo að bæði fari vel um hráefnið og rétt magn af fiski sé í hverjum umbúðum.“

mbl.is/Hari

Lesendur ættu ekki að halda að stór og klunnaleg krumla grípi utan um fiskinn með tilheyrandi hnjaski. Samey hannar griparma sem fara vel með hráefnið og geta meðhöndlað fiskinn af meiri nákvæmni og varfærni en mannshöndin. „Einn helsti kostur róbóta er endurtekningarnákvæmnin. Róbóti getur gert hlutina nákvæmlega eins í hvert sinn, eins oft og þess er óskað, sem hjálpar framleiðendum við að tryggja jöfn gæði. Þá getur líka átt þátt í að lengja hillulíf vörunnar að mannshöndin komist sem minnst, og jafnvel aldrei, í snertingu við fiskinn enda alltaf einhver hætta á að örverur berist í bita eða flak við hverja snertingu.“

Ekki fer milli mála að róbótar geta verið vinnusparandi, en getur verið að á móti komi að þeir kalli á mikið viðhald eða geri þrif í fiskvinnslum flóknari? Samey notast við róbóta frá japanska framleiðandanum Fanuc og segir Kristján að um sé að ræða tæki sem eru þekkt fyrir góða endingu og litla viðhaldsþörf. „Kaupendur gera mjög ríkar kröfur um rekstraröryggi og hafa litla þolinmæði fyrir því ef róbótar bila ótt og títt. Nú er tæknin orðin svo góð að bilanir eru mjög sjaldgæfar og þarf ekki að smyrja róbóta frá Fanuc nema einu sinni á ári.“

Aðspurður hvernig þrifunum er háttað segir Kristján að til séu sérútbúnir rótbótaarmar sem hafa verið hannaðir gagngert fyrir matvælaframleiðslu. Eru þeir þá þannig smíðaðir að vél- og rafmagnsbúnaður þolir auðveldlega þvotta- og hreinlætiskröfur. „En þegar komið er að róbótum sem stafla kössum þá erum við komin úr matvælaframleiðsluumhverfinu enda búið að pakka fiskinum vandlega í umbúðir, og ekki jafn strangar reglur um hreinlæti við stöflun og flutninga.“

Merkilegt nokk eru róbótarnir sjálfir ekki svo dýrir, enda fjöldaframleiddir – og vitaskuld eru róbótar notaðir við framleiðsluna hjá Fanuc. „Sem dæmi má áætla að einfaldur staflari kosti á bilinu 15-20 milljónir króna en þar af kostar róbótinn sjálfur aðeins þriðjung upphæðarinnar. Afgangurinn kemur til af því að smíða þarf undirstöðu og gripverkfæri, smíða öryggisbúnað og girðingar í kringum vinnusvæði róbótans, og vitaskuld forrita tækið til að leysa vel af hendi það verkefni sem því er falið. Á þessu verðbili sést vel að róbóti þarf ekki að spara mörg ársverk til að fjárfestingin sé fljótt búin að borga sig.“

Munum starfa við hlið róbótanna

En hvað með að nota róbóta um borð í skipum? „Þar eru aðstæður vissulega erfiðar, en það truflar ekki róbótann þó að skipið vaggi og ekkert mál fyrir hann að takast á við þá krafta sem myndast við hreyfingu skipsins. Vandinn liggur mun frekar í því að oft er lítið plás til að koma róbóta fyrir, sérstaklega á eldri skipum, og þá myndi þurfa að ganga mjög vel frá róbótaarmi sem væri t.d. staðsettur uppi á dekki til að hjálpa til við meðferð veiðarfæra, enda myndi armurinn þurfa að vera undir berum himni og þola það að sjór gangi yfir skipið.“

Næsta skref í róbótavæðingunni mun síðan felast í róbótum sem ekki þarf að hafa lokaða inni í örygigsbúri heldur geta unnið með fólki. Tæknin kallast á ensku „collaborative robots“, sem þýða mætti sem samvinnuróbóta. „Þeir hreyfa sig hægar svo að ef armur róbótans rekst utan í starfsmann veldur höggið ekki meiðslum. Með þessari gerð róbóta geta fólk og vélar unnið hlið við hlið og t.d. hægt að sjá fyrir sér fiskvinnslulínu þar sem róbótinn léttir snyrtifólki vinnuna.“

Viðtalið við Kristján var fyrst birt í 200 míl­um 31. októ­ber.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.19 330,33 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.19 328,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.19 245,03 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.19 262,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.19 122,14 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.19 186,61 kr/kg
Djúpkarfi 24.10.19 250,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.19 241,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.11.19 279,70 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.19 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 407 kg
Samtals 407 kg
14.11.19 Þristur BA-036 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 3.343 kg
Samtals 3.343 kg
14.11.19 Oddur Á Nesi ÓF-176 Línutrekt
Þorskur 3.976 kg
Ýsa 421 kg
Keila 45 kg
Karfi / Gullkarfi 35 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 4.491 kg
14.11.19 Kristinn SH-812 Landbeitt lína
Þorskur 7.489 kg
Ýsa 2.601 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 16 kg
Skarkoli 4 kg
Langa 4 kg
Lýsa 3 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 10.161 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.19 330,33 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.19 328,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.19 245,03 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.19 262,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.19 122,14 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.19 186,61 kr/kg
Djúpkarfi 24.10.19 250,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.19 241,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.11.19 279,70 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.19 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 407 kg
Samtals 407 kg
14.11.19 Þristur BA-036 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 3.343 kg
Samtals 3.343 kg
14.11.19 Oddur Á Nesi ÓF-176 Línutrekt
Þorskur 3.976 kg
Ýsa 421 kg
Keila 45 kg
Karfi / Gullkarfi 35 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 4.491 kg
14.11.19 Kristinn SH-812 Landbeitt lína
Þorskur 7.489 kg
Ýsa 2.601 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 16 kg
Skarkoli 4 kg
Langa 4 kg
Lýsa 3 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 10.161 kg

Skoða allar landanir »