Styrjurnar fimm ára og enn tvö ár í kavíar

Stryjurnar eru 150 talsins í tilraunaeldi Stolt Sea Farm á ...
Stryjurnar eru 150 talsins í tilraunaeldi Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þær eru nú orðnar fimm ára og verður þeim ekki slátrað fyrr en eftir tvö ár. Ljósmynd/Sigurður Helgi Ólafsson

Styrjurnar i keri Stolt Sea Farm á Reykjanesi braggast vel, reyndar betur en menn þorðu að vona. Þær eru núna fimm ára gamlar og er reiknað með að þær verði komnar á hrygningaraldur eftir um tvö ár. Þá verður þeim slátrað og hrognin tekin úr þeim, en styrjuhrogn eða kavíar þykja lostæti og verð þeirra er hátt á mörkuðum víða um heim.

Alls eru um 150 styrjur nú í tilraunaeldi í sérstöku styrjukeri á Reykjanesi og eru þær stærstu og þyngstu orðnar um 80-90 kíló að þyngd, rúmlega metri á lengd. Styrjur eru stórvaxnir fiskar og geta orðið til muna stærri, misjafnt eftir tegundum, en tegundir styrju eru yfir 20. Styrjurnar á Reykjanesi eru af tegundinni Transmontanus. Fullorðnar í náttúrunni geta þær orðið allt að tveir metrar á lengd og 150 kíló að þyngd. Þær geta lifað í um 20 ár.

Sigurður Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri og James Hall þróunarstjóri.
Sigurður Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri og James Hall þróunarstjóri. Árni Sæberg

Það sem gerir verkefnið á Reykjanesi sérstakt er að styrjurnar eru aldar í söltu, heitu sjóvatni. Í fjórum eldisstöðvum Stolt Sea Farm í Kaliforníu eru styrjurnar hins vegar aldar í ferskvatni, að sögn Sigurðar Helga Ólafssonar, framkvæmdastjóra Stolt Sea Farm á Íslandi.

Á Vísindavefnum kemur fram að styrjur finnast í ám og vötnum í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þær eru tannlausar og lifa því einkum á ýmsum botnlægum dýrum svo sem krabbadýrum, samlokum og smáfiskum. Á Reykjanesi fá þær fóður sem er sérstaklega ætlað þeim og er þeim gefið tvisvar á dag.

Alþjóðlegt eldi

Alls er Stolt Sea Farm með fimmtán landeldisstöðvar á Spáni, Portúgal, Bandaríkjunum og Noregi. Framleiðslugetan árlega er 5.400 tonn af sandhverfu, 850 tonn af Senegal-flúru og um tíu tonn af styrjuhrognum. Ekki er ákveðið hvort framhald verður á styrjueldi á Reykjanesi að loknu tilraunaverkefninu sem nú er í gangi.

Átta tonn af flúru eru flutt út á viku.
Átta tonn af flúru eru flutt út á viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áherslan í starfseminni á Reykjanesi liggur í Senegal-flúrunni og þar var fyrsta slátrun í ársbyrjun 2015. Stöðin framleiðir um helming ársframleiðslu Stolt Sea Farm af flúru og að sögn Sigurðar Helga eru ekki nema um 20 ár síðan farið var að ala þessa tegund. Hann segir að þekkingin á þessari starfsemi innan fyrirtækisins hafi að stórum hluta verið á Spáni, en smátt og smátt hafa starfsmenn hérlendis náð góðum tökum á framleiðslunni.

Hann segir að nú séu flutt út um átta tonn af flúru á viku, um 400 tonn á ári. Fiskurinn fer heill og ferskur með flugi til Bandaríkjanna og Evrópu.

Greinin var fyrst birt í Morgunblaðinu laugardag 30. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.12.19 389,87 kr/kg
Þorskur, slægður 8.12.19 453,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.12.19 301,64 kr/kg
Ýsa, slægð 8.12.19 269,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.12.19 191,55 kr/kg
Ufsi, slægður 8.12.19 250,62 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 8.12.19 218,48 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.19 197,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.12.19 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 940 kg
Samtals 940 kg
8.12.19 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.523 kg
Ýsa 1.135 kg
Samtals 4.658 kg
8.12.19 Páll Jónsson GK-357 Lína
Tindaskata 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
8.12.19 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 6.600 kg
Karfi / Gullkarfi 1.594 kg
Ýsa 929 kg
Keila 113 kg
Hlýri 51 kg
Samtals 9.287 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.12.19 389,87 kr/kg
Þorskur, slægður 8.12.19 453,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.12.19 301,64 kr/kg
Ýsa, slægð 8.12.19 269,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.12.19 191,55 kr/kg
Ufsi, slægður 8.12.19 250,62 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 8.12.19 218,48 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.19 197,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.12.19 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 940 kg
Samtals 940 kg
8.12.19 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.523 kg
Ýsa 1.135 kg
Samtals 4.658 kg
8.12.19 Páll Jónsson GK-357 Lína
Tindaskata 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
8.12.19 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 6.600 kg
Karfi / Gullkarfi 1.594 kg
Ýsa 929 kg
Keila 113 kg
Hlýri 51 kg
Samtals 9.287 kg

Skoða allar landanir »