Systurnar settu hringekju af stað

Á um tveimur árum hefur Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði …
Á um tveimur árum hefur Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði fjárfest fyrir um 4,5 milljarða í skipum og búnaði í landi.

Frá miðjum júlí hafa sex systurskip komið hvert af öðru frá Noregi og sjöunda og síðasta systirin er væntanleg til Hafnar í Hornafirði á morgun. Fleiri ný skip hafa bæst í flotann á síðustu vikum, meðal annars stærsti plastbáturinn, Bárður SH, til samnefndrar útgerðar sem skráð er á Arnarstapa. Þá var línuskipið Páll Jónsson GK væntanlegt til Grindavíkur fyrir jól, en nú er ákveðið að skipið leggi af stað heim frá Póllandi í byrjun nýs árs.

Það er ekki aðeins í útgerðinni sem sjávarútvegurinn hefur fjárfest á árinu því stöðugt er unnið að endurnýjun á búnaði í landi þar sem tækniframfarir líta dagsins ljós.

1.500-1.600 milljónir á skip

Þegar greint var frá samningum um smíði systurskipanna sjö fyrir tveimur árum kom fram að hvert skip kostaði um 100 milljónir norskra króna eða sem nemur um 1.365 milljónum íslenskra. Ótalinn er kostnaður við búnað á millidekk og lest og að gera skipin klár til veiða. Sá kostnaður gæti alls verið í námunda við 200 milljónir á hvert skip og er búnaðurinn að mestu í höndum íslenskra hátæknifyrirtækja. Ef þetta er allt lagt saman má áætla að hvert skip klárt á veiðar kosti 1,5-1,6 milljarðar.

Systurskipin sem koma til landsins í ár eru með tvær vélar og tvær skrúfur og mun það nýmæli í skipum af þessari stærð. Öll eru þau búin fullkomnustu tækjum og áhersla er lögð á umhverfissjónarmið, sparneytni, meðferð afla og aðbúnað áhafnar. Fyrsta reynsla þykir lofa góðu og sérstaklega er haft á orði hvað þau eru hljóðlát.

Skinney SF.
Skinney SF. mbl.is/Sigurður Bogi

Systurnar voru smíðaðar hjá Vard-skipasmíðafyrirtækinu, þrjár í Noregi og fjórar í Víetnam, en lokafrágangur þeirra allra var hjá Vard í Aukra í Noregi. Skipin eru tæplega 30 metrar að lengd og tólf metrar á breidd.

Búnaður á millidekk skipa Gjögurs og Skinneyjar-Þinganess verður settur upp í Hafnarfirði undir forystu fyrirtækisins Micro. Slippurinn á Akureyri sér um búnað í skip Útgerðarfélags Akureyringa og Bergs-Hugins.

Vestmannaey VE, skip Bergs-Hugins, dótturfélags Síldarvinnslunnar, kom fyrst skipanna til landsins, 17. júlí og Bergey VE, til sama fyrirtækis, var önnur í röðinni. Vörður ÞH og Áskell ÞH komu til Gjögurs á Grenivík í september og október, Harðbakur EA kom til Útgerðarfélags Akureyringa í nóvember og síðar í þeim mánuði kom Steinunn SF til Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði. Síðasta skipið, Þinganes SF, er væntanlegt til Hafnar á morgun, eins og áður var nefnt.

Margir nota tækifærið til að endurnýja skip sín

Hringekja fer af stað þegar sjö ný skip koma til landsins og aðrir nota tækifærið og endurnýja í flota sínum. Þannig er gamla Bergey, smíðuð í Póllandi 2007, nú Runólfur SH og er í eigu Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði.

Togskip Gjögurs, Áskell EA, smíðaður á Taiwan 2009, og Vörður EA, smíðaður í Póllandi 2007, voru seld Fisk Seafood. Skipin eru gerð út frá Grundarfirði og bera nú nöfnin Farsæll SH og Sigurborg SH. Skip Skinneyjar-Þinganess, Hvanney SF og Steinunn SF, bæði smíðuð í Kína 2001, voru seld Nesfiski í Garði. Fyrrnefnda skipið ber nú nafnið Sigurfari GK og Steinunn fékk í vikunni nafnið Pálína Þórunn GK 49. Gamla Vestmannaey, smíðuð í Póllandi 2007, ber nú nafnið Smáey og er enn í eigu Bergs/Hugins.

Páll Jónsson GK, sérhæft línuskip sem smíðað var hjá Alkor í Gdansk í Póllandi, fyrir Vísi hf. í Grindavík er væntanlegt fljótlega eftir áramót. Skipið er 45 metra langt og 10,5 metrar á breidd og er fyrsta nýsmíði Vísis af þessari stærðargráðu í yfir 50 ára sögu fyrirtækisins. Samningurinn við skipasmíðastöðina í Póllandi nam 7,5 milljónum evra eða sem nemur rúmlega einum milljarði króna. Á undanförnum árum hefur Vísir látið endurbyggja línuskipin Fjölni og Sighvat hjá Alkor.

Annað skip bættist í flota Grindvíkinga í sumar er Þorbjörn hf. fékk frystitogarann Tómas Þorvaldsson GK. Um gamlan kunningja er að ræða, en togarinn var smíðaður árið 1992 fyrir Skagstrending hf. og bar þá nafnið Arnar HU en var seldur fjórum árum síðar til Royal Greenland sem gerði hann út undir nafninu Sisimiut þar til fyrr á þessu ári. Skipið er 67 metra langt og 14 metra breitt og vel tækjum búið.

27 metra plastbátur

Stærsti plastbáturinn í flotanum, nýr Bárður SH, er nú í Hafnarfirði þar sem verið er að setja búnað um borð. Báturinn var smíðaður í Bredgaard-bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og er 26,9 metra langur og sjö metrar á breidd. Hann verður gerður út frá Ólafsvík á net og snurvoð, en útgerðin er skráð til heimilis á Arnarstapa.

Greinin var fyrst birt í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveginn, 20. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Manni ÞH-088 Grásleppunet
Grásleppa 2.647 kg
Samtals 2.647 kg
28.3.20 Marvin NS-550 Grásleppunet
Grásleppa 1.036 kg
Þorskur 186 kg
Samtals 1.222 kg
28.3.20 Finni NS-021 Grásleppunet
Grásleppa 2.823 kg
Þorskur 91 kg
Samtals 2.914 kg
28.3.20 Freygerður ÓF-018 Grásleppunet
Grásleppa 380 kg
Þorskur 12 kg
Samtals 392 kg
28.3.20 Anna ÓF-083 Grásleppunet
Grásleppa 358 kg
Þorskur 209 kg
Samtals 567 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Manni ÞH-088 Grásleppunet
Grásleppa 2.647 kg
Samtals 2.647 kg
28.3.20 Marvin NS-550 Grásleppunet
Grásleppa 1.036 kg
Þorskur 186 kg
Samtals 1.222 kg
28.3.20 Finni NS-021 Grásleppunet
Grásleppa 2.823 kg
Þorskur 91 kg
Samtals 2.914 kg
28.3.20 Freygerður ÓF-018 Grásleppunet
Grásleppa 380 kg
Þorskur 12 kg
Samtals 392 kg
28.3.20 Anna ÓF-083 Grásleppunet
Grásleppa 358 kg
Þorskur 209 kg
Samtals 567 kg

Skoða allar landanir »