Leysa ýmis vandamál með lokuðum flotkvíum

Fiskeldi Akvafuture í Noregi. Lokuðu kvíarnar hafa ótal kosti og …
Fiskeldi Akvafuture í Noregi. Lokuðu kvíarnar hafa ótal kosti og geta keppt við hefðbundnar kvíar þótt stofnkostnaðurinn sé hærri. Ljósmynd/Akvafuture

Tilraunir Norðmanna með lokaðar flotkvíar lofa góðu og gætu skapað allt aðrar forsendur fyrir laxeldi í fjörðum. Rögnvaldur Guðmundsson er framkvæmdastjóri AkvaFuture ehf., dótturfélags AkvaDesign AS í Brønnøysund sem hefur þróað tæknina í kringum lokuðu kvíarnar:

„Upphaf verkefnisins má rekja allt aftur til ársins 1990 þegar hugvitsmaðurinn Anders Næss fer að velta fyrir sér hvernig mætti rækta eldisfisk á umhverfisvænni og skilvirkari hátt en í hefðbundnum opnum kvíum sem hafa verið allsráðandi í greininni í marga áratugi. Anders er varkár að eðlisfari, enda frá SA-Noregi, svo hann lét hugmyndina gerjast í nærri áratug, áður en hann lét fyrst verða af því árið 2008, að sækja um styrki til að þróa lokaðar fiskeldiskvíar.“

Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture ehf.
Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture ehf.

Lokuðu kvíarnar eru í raun eins og hefðbundnar fljótandi sjókvíar, nema að í stað nótar kemur níð sterkur poki úr trefjaefni sem hleypir hvorki lús né úrgangi í gegnum sig, auk þess að vera svo sterkbyggður að engin hætta er á að fiskur sleppi úr kvínni.

„Neðst á pokanum er hugvitsamlega hannaður „ventill“ þar sem sjóskiptin eiga sér stað; ferskum sjó er dælt inn í pokann og úrganginum dælt út og upp á land. Fullkomið kerfi stýrir inn- og útflæðinu og bæði stöðugt og kröftugt streymi er inni í pokanum svo að fiskinum líður vel, fær nóg af súrefni og fær góðan straum til að synda í,“ útskýrir Rögnvaldur en sjórinn sem tekinn er inn í pokann kemur af 25-30 metra dýpi þar sem laxalús getur ekki þrifist með góðu móti.

Úrgangur verður að strætisvagnaeldsneyti

„Það munar ekki síst um það að þetta er lúsarfrítt fiskeldi en svo hjálpar líka að vegna trefjapokans og auka nótar þar utan um er tvöföld vörn gegn slysasleppingum og þann áratug sem lokuðu kvíarnar hafa verið í rekstri hefur ekki sloppið einn lax frá eldisstöðvunum okkar. Þá er nýting á fóðri mun betri en í hefðbundnum kvíum. Ekki þarf að meðhöndla fiskinn vegna lúsar og afföll eru því minni og í stað þess að mynda botnfall, er úrganginum safnað saman og hann nýttur hjá lífeldsneytisverksmiðju með öðrum fisk- og landbúnaðarúrgangi. Eldsneytið er síðan nýtt á strætisvagnana í Þrándheimi!“

Ferskur lax þakinn laxalús.
Ferskur lax þakinn laxalús. surna.no

Stofnkostnaður við lokuðu kvíarnar er meiri en við hefðbundnar kvíar, en þegar upp er staðið er framleiðslan samkeppnishæf við opnar kvíar og ýmis tækifæri til að gera enn þá betur: „Við erum t.d. byrjaðir að þurrka úrganginn á eldissvæðunum okkar sem gefur tækifæri til annarra nota, sem áburð eða jafnvel sem hráefni til fóðurgerðar,“ útskýrir Rögnvaldur.

„Fiskurinn er sprækari í lokuðu kvíunum vegna þess að straumhraða er stýrt með tilliti til hreyfiþarfar fisksins á mismunandi vaxtarstigum, og sennilegasta skýringin á bættri fóðurnýtingu er að lítið sem ekkert fóður berst með straumum út fyrir kvína. Við fáum betri flakanýtingu og er laxinn með stinnara hold vegna þess að hann býr við kjöraðstæður varðandi straum í kvíunum og innspýtingu súrefnis.“

Að losna við lúsina auðveldar laxeldið til muna og þýðir líka betri fiskivelferð. „Í dag er kostnaður norsks laxeldis vegna lúsameðhöndlunar hreint gríðarlegur og næststærsti kostnaðarliðurinn á eftir fóðrun. Þá hafa þær aðferðir sem beitt hefur verið til þessa verið óþægilegar fyrir laxinn og jafnvel valdið því að hann drepst. Rögnvaldurbætir við að laxalúsin hafi verið fljót að mynda þol gagnvart lyfjum og öðrum efnum.

„Núna er algengt að fjarlægja lúsina með því að skola laxinn upp úr 30°C heitu vatni en dýralæknir sem hefur áratuga reynslu af laxasjúkdómum lýsti því þannig fyrir mér að ef að laxinn hefði rödd þá myndi hann garga af sársaka við það að vera færður úr 5-6°C heitum sjó í 30°C bað, og líður væntan- lega svipað og okkur mannfólkinu ef okkur væri skyndilega stungið í heitan pott með 50°C vatni.“

Minni neikvæð umhverfisáhrif

Eins og gefur að skilja eru umhverfisáhrif fiskeldis í lokuðum kvíum mun minni en ef um væri að ræða opnar kvíar og segir Rögnvaldur að það gæti þýtt að með notkun lokaðra kvía gæti lífríki fjarða borið mun umfangsmeira fiskeldi með minni neikvæðum umhverfisáhrifum. „Eins og stendur er ekki gerður greinar- munur á lokuðum og opnum kvíum í lögum og reglum um fiskeldi en okkar aðferðir ættu að geta nýtt burðarþol eldissvæða mun betur,“ segir Rögnvaldur.

Vonir standa til að AkvaFuture hefji laxeldi í Eyjafirði en undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið undirbúið eldið með rannsóknum og umsóknum með augastað á svæðum innan Hjalteyrar. „Þá kom óvænt babb í bátinn því með nýrri lagasetningu var leikreglunum breytt í miðri á og teknar upp nýjar úthlutunarreglur. Eftirleiðis er það Hafrannsóknastofnun sem, eftir að hafa metið burðarþol svæða, gerir tillögu til ráðherra um skiptingu þeirra og á grundvelli ráðleggingar Hafró auglýsir ráðherra útboð.

Vinna okkar og útgjöld undanfarin tvö ár er því farið að mestu í súginn,“ segir Rögnvaldur og kvartar jafnframt yfir hve langan tíma það ætlar að taka að ganga frá nýjum reglugerðum vegna lagabreytingarinnar. „Við höfum átt fundi með embættismönnum og var sagt að drög að nýrri reglugerð ættu að liggja fyrir í september eða október, en þeim láðist að segja okkur hvaða ár,“ segir hann og hlær en bætir við að vegna þessa sé fátt á hreinu um það hvernig útboði verður háttað á svæðinu sem AkvaFuture hefur augastað á, hvað notkunar- leyfið mun kosta, hve lengi það mun gilda og hvaða skilyrðum það verður háð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »