Slysasleppingar alltaf alvarlegar

Laxeldi í sjókvíum. Mynd úr safni.
Laxeldi í sjókvíum. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

„Þetta er auðvitað gríðarlegt rúmmál sem svona kví hefur og þetta gat verður á tveggja metra dýpi, þannig að langstærstur hluti fiska er á meira dýpi. Þeir synda í hring þannig að þeir hrúgast ekki út, ráðast ekki á gatið til að reyna að sleppa eða slíkt,“ segir Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs hjá Fiskistofu í samtali við mbl.is.

Tilefni samtalsins var slysaslepping hjá eldisfyrirtækinu Fjarðarlaxi í Tálknafirði 6. júlí síðastliðinn. Óljóst er hversu margir fiskar sluppu þá út í fjörðinn, en fimm eldisfiskar hafa veiðst í net Fiskistofu, sá síðasti í gær. Sérfræðingar frá bæði Matvælastofnun og Fiskistofu bregðast við þegar að slysasleppingar eiga sér stað.

„Allar sleppingar eru alvarlegt mál,“ segir Erna Karen Óskarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun. Matvælastofnun er eftirlitsaðili með fiskeldi á Íslandi og hefur eftirlit með um fimmtíu eldisstöðvum á sjó og í landi.

Starfsmenn stofnunarinnar fara árlega í eftirlitsferðir í hverja sjókvíaeldisstöð og oftar ef þess þarf, en 1,6 stöðugildi innan stofnunarinnar sinnir þessu eftirliti með rekstri og búnaði. Að auki starfa tveir dýralæknar hjá Matvælastofnun og skipta með sér reglulegu eftirliti með heilbrigði og velferð eldisfiska.

Fóðrunin svipuð og áður

Erna Karen segir að miðað við fóðurtölur frá stöðinni virðist vera sem fjöldi þeirra eldisfiska sem fóru úr kvínni hafi verið óverulegur, þar sem ekki hafi orðið mikil hnignun á fóðrun. Ekkert sé þó hægt að fullyrða um hve margir fiskar sluppu.

Orsakir þess að göt komu á sjókvína eru ókunnar, en Erna segir að Fjarðarlax sé skyldugur til þess að láta Matvælastofnun vita ef orsökin kemur í ljós.

Guðni segir að veiðum Fiskistofu við kvíarnar sé hætt ef ekkert veiðist ekki sjáist til stökkvandi laxa í kringum kvíarnar. Þær gagnist því einungis í fáeina daga eftir að slysasleppingar verði vart Hann segir að fylgst verði með því hvort eldislaxar fari að birtast í náttúrulegum vötnum í framhaldinu.

Málið sé litið alvarlegum augum, þrátt fyrir svo virðist sem fjöldi sloppinna laxa hafi ekki verið mikill.

„Þetta eru alvarlegir atburðir og litnir alvarlegum augum af okkur og fyrirtækinu sjálfu og öllum hagsmunaaðilum. Það er mikilvægt að gera allt sem hægt er til að komast í veg fyrir að svona atburðir verði, en það er aldrei hægt að útiloka það að slys af þessu tagi verði,“ segir Guðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »