Íslenskan lax frekar en norskan

Einar K. Guðfinnsson segir íslenska laxinn viðurkenndan sem gæðavöru.
Einar K. Guðfinnsson segir íslenska laxinn viðurkenndan sem gæðavöru. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta eru uppörvandi og ánægjulegar fréttir og staðfesta það sem okkar framleiðendur hafa fundið vel fyrir á síðustu mánuðum og misserum. Okkar vara er eftirsótt og viðurkennd sem gæðavara,“ segir Einar K. Guðfinnsson sem starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Tilefnið er frétt frá Danmörku um að fyrirtæki sem rekur salatbari hafi skipt norskum laxi út fyrir íslenskan lax frá Arnarlaxi.

Framkvæmdastjóri Wedofood í Kaupmannahöfn, Andreas Moi Boros, sem rekur sex salatbari sagði í samtali við danska viðskiptablaðið Børsen og norska vefritið iLaks að fyrirtækið telji að framleiðsla á Íslandi fari fram við sjálfbærari aðstæður en í Noregi og nefnir sérstaklega að notkun jarðhita við seiðaeldið dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Áður hefur Wedofood skrifað að laxinn í kvíunum hjá Arnarlaxi hafi gott rými til að hreyfa sig. Þá sé minna um laxalús á Íslandi en í Noregi.

Þessu mótmælir talsmaður Sjømat Norge sem eru hagsmunasamtök í norsku laxeldi, í samtali við iLaks. Segir að flestir viti að lax sé framleiddur á sama hátt á Íslandi og í Noregi og kolefnisfótspor framleiðslunnar jafn lítið í báðum löndum. Bendir hann á að norskir laxaframleiðendur séu í efstu sætum lista yfir sjálfbærni próteinframleiðanda í heiminum.

Einar segir að fréttin frá Kaupmannahöfn sé í samræmi við upplifun starfsmanna íslensku fyrirtækjanna. Þeim hafi verið tekið tveim höndum á mörkuðum, bæði vestanhafs og í Evrópu. „Það er til marks um að þrátt fyrir að við séum ekki stórir á þessum markaði hefur okkur tekist að marka okkur stöðu sem framleiðendur góðrar vöru. Það skiptir mestu máli hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma.“

Meira um málið i Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.5.23 440,55 kr/kg
Þorskur, slægður 26.5.23 490,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.5.23 426,23 kr/kg
Ýsa, slægð 26.5.23 244,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.5.23 277,76 kr/kg
Ufsi, slægður 26.5.23 371,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.5.23 152,00 kr/kg
Gullkarfi 26.5.23 384,78 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.23 192,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.5.23 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.464 kg
Steinbítur 1.922 kg
Ýsa 964 kg
Hlýri 234 kg
Ufsi 117 kg
Skarkoli 52 kg
Langa 30 kg
Samtals 10.783 kg
27.5.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 1.808 kg
Þorskur 125 kg
Ufsi 77 kg
Skarkoli 19 kg
Karfi 3 kg
Keila 2 kg
Samtals 2.034 kg
27.5.23 Svanur BA-413 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Steinbítur 96 kg
Ýsa 18 kg
Samtals 251 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.5.23 440,55 kr/kg
Þorskur, slægður 26.5.23 490,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.5.23 426,23 kr/kg
Ýsa, slægð 26.5.23 244,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.5.23 277,76 kr/kg
Ufsi, slægður 26.5.23 371,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.5.23 152,00 kr/kg
Gullkarfi 26.5.23 384,78 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.23 192,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.5.23 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.464 kg
Steinbítur 1.922 kg
Ýsa 964 kg
Hlýri 234 kg
Ufsi 117 kg
Skarkoli 52 kg
Langa 30 kg
Samtals 10.783 kg
27.5.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 1.808 kg
Þorskur 125 kg
Ufsi 77 kg
Skarkoli 19 kg
Karfi 3 kg
Keila 2 kg
Samtals 2.034 kg
27.5.23 Svanur BA-413 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Steinbítur 96 kg
Ýsa 18 kg
Samtals 251 kg

Skoða allar landanir »