Fiskurinn unninn betur í stærri bátum

Trefjar við Óseyrarbraut í Hafnarfirði hafa framleitt fjölda báta og …
Trefjar við Óseyrarbraut í Hafnarfirði hafa framleitt fjölda báta og er helsti markaður fyrirtækisins erlendis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Breyting á mönnunarkröfu báta, sem voru milli tólf til fimmtán metra langir, í krókaaflamarkskerfinu sem samþykkt var á Alþingi í desember er ekki líkleg til þess að hafa áhrif á stærð báta sem Trefjar í Hafnarfirði smíða.

„Það hefur verið mikill hvati fyrir útgerðirnar að halda sig undir tólf metrum, en við erum með tvær nýsmíðar í gangi fyrir innlenda aðila og annar er undir tólf metrum en hinn yfir,“ segir Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri skipasmiðjunnar Trefja.

„Stærstu útgerðirnar í krókaaflamarkskerfinu hafa nú þegar valið að vera á bátum yfir tólf metrum þrátt fyrir hvatann til að vera undir tólf metrum. Þær vildu vera í fimmtán metra bátum. Þeir bátar eru þegar til staðar og hannaðir. Þetta getur gert það að verkum að þeir sem hafa verið að rembast við að vera undir tólf metrum þurfa þess ekki lengur.“ Hann bætir við að umrædd breyting á umgjörð veiðanna krefjist ekki nýrrar hönnunar á stærri plastbátum enda búi fyrirtækið þegar yfir slíkri hönnun.

Erlendir markaðir

„Við erum með tiltölulega fá verkefni innanlands, en þau eru í stærri kantinum,“ segir Högni. Verkefni Trefja eru þó mun fleiri erlendis og hefur fyrirtækinu tekist að afhenda talsverðan fjölda báta. „Við erum í stöðugum þreifingum á erlendum mörkuðum og okkur gengur þokkalega.“

Spurður hvort Noregur sé mikilvægasti markaður fyrirtækisins í ljósi þess fjölda báta sem seldur er þangað segir Högni markaðinn breytast milli ára. „Noregur hefur í nokkuð mörg ár verið traustur markaður fyrir okkur, en hann sveiflast frá ári til árs. Ég myndi ekki segja að hann væri alveg stöðugur. En svo höfum við líka verið að selja til Frakklands og Bretlands. Þessi þrjú lönd eru stærstu markaðirnir en síðan erum við af og til með verkefni annars staðar.“

Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri skipasmiðjunnar Trefja.
Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri skipasmiðjunnar Trefja.

Högni kveðst ekki geta sett nákvæma tölu á það hversu marga báta fyrirtækið smíði á ársgrundvelli, þar sem umfang smíðanna sé mismunandi eftir gerð. „Það er rosalegur munur á smíðum stærsta bátsins okkar og þeim minnsta. Miðað við umfangið á þessum bátum gætum við smíðað sex eða sjö af þeim minnsta á móti einum af stærstu gerðinni. Þannig að á undanförnum hátt í tuttugu árum höfum við mest smíðað þann minnsta og þá erum við að smíða bát á tíu daga fresti. Þetta eru oftast um tíu til 20 bátar á ári – veltur á stærð og samsetningu tegunda.“ Hann bætir við að þetta geri það að verkum að velta Trefja geti þess vegna verið svipuð milli ára þótt fjöldi báta sé ólíkur.

Fleiri hendur vantar

Árið 2020 virðist verða nokkuð gott hjá fyrirtækinu. „Við erum bara bjartsýn, 2020 er uppselt og við erum komin með einhver verkefni 2021,“ segir Högni og útskýrir að tímamörk skipti talsverðu hvað sölu varðar. Er það vegna þess að viðskiptavinir eru almennt ekki tilbúnir að bíða meira en eitt og hálft ár. Reynslan hafi sýnt að sé biðtíminn lengri skapi það erfiðar forsendur fyrir sölu.

„Við höfum verið að bæta talsvert við okkur af fólki á undanförnum misserum, með fleiri starfsmönnum getum við afkastað meiru,“ segir hann. „Við höfum verið að auglýsa eftir fólki og okkur vantar starfsfólk. Í þessari framleiðslu okkar er krafist mannskaps með fjölbreytta iðnmenntun. Rafvirkja, vélvirkja, smiða og plastiðnaðarmanna. [...] Saga plastiðnaðarmenntunar er gloppótt og reynt hefur verið að koma henni á nokkrum sinnum og það hefur skilað okkur ágætis starfsfólki, en ekki tekist til langframa. Það er þekktara erlendis að fólk hafi menntað sig í þessu.“

Napp er einn þeirra báta sem hafa evrið seldir til …
Napp er einn þeirra báta sem hafa evrið seldir til Noregs. Ljósmynd/Bátasmiðjan Trefjar

Rafvæðingin dýr

„Í grunninn eru kerfin lík og má segja að þessi stækkun sem hefur orðið á Íslandi í leyfilegri stærð á bátum hafi gert það að verkum að það er hægt að setja meiri búnað í bátana og vinna fiskinn betur og lengur um borð en hægt var áður. Þar af leiðandi erum við að setja búnað um borð til blóðgunar og slægingar, sem var óhugsandi fyrir fimmtán árum,“ svarar Högni spurður um þróun síðustu ára.

Hann segir aukna áherslu á mengunarmál hafa kallað á að vélar séu fullkomnari og skili minni útblæstri. „Svo fylgjumst við stöðugt með þróuninni eins og rafvæðingu; menn eru í auknum mæli að reyna að minnka kolefnissporið.“ Telur hann rafvæðinguna þó ekki að fullu raunhæfa lausn fyrir alla greinina þrátt fyrir að tæknin sé til. „Það er bara þannig að þessi búnaður er dýr ennþá. Ef hann á að fá eitthvert brautargengi verða stjórnvöld að styrkja þetta svo þetta verði raunhæfur kostur fyrir útgerðir. Svo þarf að sjá til þess að það sé aðgangur að rafmagni í höfnum. Staðan er bara þannig að dísilolía er í samanburði ódýr og þessar lausnir geta ekki keppt við hana ennþá, en tæknilega er ekkert í vegi þess.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »