Kristján Þór fer á fund nefndarinnar

Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður gestur á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag.

Efni fundarins verður frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.

Fundurinn hefst klukkan 9 um morguninn.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sendi fyrir um mánuði upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í tengslum við Samherjamálið.

„Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, 6. desember 2019, samþykkti fjórðungur nefndarmanna að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja,“ sagði í beiðninni til ráðuneytisins.

„Athugunin lúti að verklagi ráðherra ásamt verkferlum og framkvæmd ráðherra sem og ráðuneyti hans í tengslum við Samherja og tengd félög, skv. skilgreiningum í lögum um ársreikninga. Hæfi ráðherra skuli skoðað með tilliti til skráðra sem og óskráðra hæfisreglna stjórnsýsluréttar.“

Ekki sjálfgefið að starfsmaður sé vanhæfur

Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins kemur fram að reglur stjórnsýsluslaga um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar séu í eðli sínu persónubundnar á þann hátt að þær taki til tilvika sem varða viðkomandi starfsmann persónulega. „Því er það að lokum hlutaðeigandi starfsmaður sjálfur sem best getur gert sér grein fyrir því hvort hann sé vanhæfur eða ekki til meðferðar máls. Það er hins vegar engan veginn sjálfgefið að starfsmaður sé vanhæfur þótt hann kunni að hafa tengsl við hagsmuni í málinu.“

Engin tengsl önnur en að þekkja aðaleiganda

Síðar í svarinu er vísað í Facebook-færslu ráðherrans þar sem hann segist hæfur til að taka ákvarðanir er varða sjávarútveginn í heild sinni. Ef komi upp mál sem snerta Samherja sérstaklega muni hann meta hæfi sitt í ljósi framangreinds líkt og allir stjórnmálamenn þurfi að gera þegar fjölskyldu-, vina- og kunningjatengsl gætu haft áhrif á afstöðu til einstakra mála.

„Með hliðsjón af því að ráðherra á engra hagsmuna að gæta gagnvart fyrirtækinu og á engin tengsl við það önnur en að hafa um áratugaskeið þekkt einn aðaleiganda félagsins, þáverandi forstjóra þess, var það mat ráðherra að þau tengsl yllu ekki vanhæfi hans í málum sem vörðuðu ekki mikilsverða hagsmuni. Í því fólst að starfsmenn ráðuneytisins voru hæfir til afgreiðslu stjórnvaldsúrskurða sem beindust að félaginu,“ segir í svari ráðuneytisins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.9.20 468,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.20 497,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.20 311,77 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.20 305,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.20 177,72 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.20 170,16 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.20 243,96 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.20 Fríða EA-012 Handfæri
Þorskur 340 kg
Samtals 340 kg
23.9.20 Jaki EA-015 Handfæri
Þorskur 556 kg
Ufsi 23 kg
Samtals 579 kg
23.9.20 Fanney EA-082 Handfæri
Þorskur 566 kg
Ufsi 56 kg
Samtals 622 kg
23.9.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 640 kg
Þorskur 80 kg
Samtals 720 kg
23.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 2.066 kg
Ýsa 672 kg
Keila 345 kg
Karfi / Gullkarfi 126 kg
Hlýri 54 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 3.302 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.9.20 468,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.20 497,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.20 311,77 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.20 305,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.20 177,72 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.20 170,16 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.20 243,96 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.20 Fríða EA-012 Handfæri
Þorskur 340 kg
Samtals 340 kg
23.9.20 Jaki EA-015 Handfæri
Þorskur 556 kg
Ufsi 23 kg
Samtals 579 kg
23.9.20 Fanney EA-082 Handfæri
Þorskur 566 kg
Ufsi 56 kg
Samtals 622 kg
23.9.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 640 kg
Þorskur 80 kg
Samtals 720 kg
23.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 2.066 kg
Ýsa 672 kg
Keila 345 kg
Karfi / Gullkarfi 126 kg
Hlýri 54 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 3.302 kg

Skoða allar landanir »